Innlent

Veð­mál barna og verslunar­mið­stöð í Vogum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Rætt verður við forstöðumann greiðslukortaviðskipta hjá Íslandsbanka, sem hefur nú lokað fyrir innlagnir ungmenna á veðmálasíðum. Velta barna á slíkum síðum hefur fimmfaldast milli ára.

Formaður Flokks fólksins fór hörðum orðum um Morgunblaðið í ræðu sinni á landsfundi í dag vegna umfjöllunar um styrkjamálið svokallaða. Þetta var fyrsti landsfundur flokksins síðan 2019. 

Stefnt hefur verið að því að reisa stærðarinnar hús í Vogum, undir verslun og þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja og fleiri. Bæjarstjórinn segist hafa fulla trú á framtíð bæjarins og því sé þetta tilvalið.

Við verðum í beinni útsendingu frá Gufunesi, þar sem úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í kvöld. Þar kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Basel í Sviss.

Klippa: Kvöldfréttir 22. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×