Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 10:27 Bjartmar og Héðinn eftir vel heppnaðan björgunarleiðangur, að þessu sinni undir yfirborði sjávar. aðsend Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað. „Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“ Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“
Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira