Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2025 08:35 Svala er búin að vinna að því í ár að opna skaðaminnkandi þjónustuna Reyk fyrir fólk sem reykir ópíóíða eða örvandi vímuefni. Fólk reykir ekki í bílnum heldur fær allskonar búnað og þjónustu. Vísir/Vilhelm Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. „Ég er búin að vinna að því í heilt ár að koma þjónustunni á laggirnar. Við vissum að það væri töluverð fjölgun meðal þeirra sem eru að reykja ópíóíða og örvandi vímuefni á Íslandi, sem er oft þungur vímuefnavandi sem fólk er að kljást við“ segir Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildarsamtakanna og verkefnastjóri Reyks. Hún segir þessa aukningu til dæmis koma fram í innlagnartölum SÁÁ. Þar megi sjá mikla fjölgun meðal þeirra sem reykja ópíóíða, sérstaklega Oxycontin, og einnig er fjölgun meðal þeirra sem reykja kókaín. „Skaðaminnkandi þjónusta á Íslandi hefur hingað til lagt megináherslu á að ná til fólks sem er að nota vímuefni í æð. Það hefur því ekki áður verið til nein skaðaminnkandi þjónustu sem er sérstaklega hönnuð út frá þörfum einstaklinga sem reykja ópíóíða og örvandi efni,“ segir Svala. Samskonar verkefni erlendis í áratugi Slík verkefni hafi þó verið starfrækt í áratugi erlendis með góðum árangri. Matthildur, samtök um skaðaminnkun reka þjónustuna og hafa unnið að því í heilt ár að koma þjónustunni upp. Við undirbúning gerðu þau þarfagreiningu fyrir þjónustunni, greindu stöðuna á vímuefnamarkaði og þá þjónustu sem er í boði, áttu samráð við erlenda kollega og skoðuðu hvað segir í fræðunum. Einnig áttu þau víðtækt samráð við notendur hér á land til að vita hvaða þjónustu og stuðning þau vildu og fengu skoðun þeirra á ólíkum þáttum er varðar skipulag þjónustunnar. Sem dæmi kemur nafnið á verkefninu Reykur frá notenda og er bíllinn sem þjónustan er rekin í alveg ómerktur að ósk notenda. Bílinn er alveg ómerktur sem og starfsfólk og sjálfboðaliðar. Það var ósk frá notendum þegar við vorum að vinna að þjónustunni. Að verkefnið myndi falla vel inn í borgarsamfélagið. Við mætum með alla þjónustuna til fólksins og það kemur inn í bíl til okkar. Svala segir að á fundum hennar með notendum hafi hún metiðhver félagsleg staða hópsins væri, hvernig vímuefnanotkun þeirra væri og hvaða búnað þau væru helst að nota. „Þá kom mjög sterklega í ljós að fólk var að nota mjög skaðlegan búnað. Þau voru að reykja í plastflöskum og ljósaperum, nota skaðlegan álpappír og mikið að deila pípum. Hópurinn hefur ekki haft aðgang að hreinum og skaðaminnkandi búnaði, þar sem hann hefur takmarkað verið til á Íslandi og ekki verið dreift til þeirra .“ Tvær tegundir af pípum og hreinn álpappír Hún hafi í kjölfarið skoðað hvað væri til af skaðaminnkandi búnaði í Evrópu, pantað hann og borið það svo undir notendur hvað hentaði hópnum best hér heima. Niðurstaðan hafi verið að panta búnað frá írskum heildsala og notendasamtökum í Barselóna á Spáni. „Við erum meðal annars með þrjár tegundir af hreinum álpappír sem má anda að sér. Hann inniheldur ekki eiturefni eins og álpappírinn út í búð. Svo erum við með tvær tegundir af glerpípum sem eru sérstaklega fyrir fólk sem reykir kókaín og munnstykki til að setja framan á pípuna. Munnstykkin draga úr líkum á því að fólk fái brunasár á varirnar þegar glerið hitnar en það dregur úr líkum á að fólk geti smitist af lifrarbólgu C. Glerpípurnar eru líka alveg hreinar, þannig að þær valda ekki öndunarfæraskaða “ Glerpípurnar sem fólk fær annað hvort í bílnum eða í pósti má sjá til hægri. Auk þess er á myndinni filter og munnstykki.Vísir/Vilhelm Auk þess er hægt að fá hjá Reyk filtera í pípurnar, vímuefnapróf til að mæla tvær gerðir af gervi-ópíóíðum, fentanyli og nitazene. Þessir ópíóíðar eru sterkir og eru þekktir fyrir að valda dauðsföllum í Evrópu. Þá er einnig hægt að fá hjá þeim Naloxone nefúða og munnvatnstöflur. „Þegar fólk reykir vímuefni eða notar örvandi efni er ein neikvæð afleiðing munnþurrkur. Töflurnar heita Happ+ og eru mikið notaðar á sjúkrastofnunum og hjúkrunarheimilum. Við gefum fólki þessar töflur og þær auka munnvatnsframleiðslu sem dregur úr munn- og tannheilsuskaða. Þau sem hafa leitað til okkar eru mjög ánægð með að fá töflurnar. Svo veitum við mikið af fræðslu um öruggari vímuefnanotkun og leiðbeiningar um varnir gegn ofskömmtun og erum einnig alltaf með vatnsflöskur ,“ segir Svala. Hún segir ekki settan tímaramma á heimsókn til þeirra. Sumir sem leita til okkar eru í töluverðan tíma en stundum er fólk á hraðferð að sækja búnað og stoppar stutt. Fólk kemur algjörlega á sínum eigin forsendum og ríkir hundrað prósent trúnaður og nafnleynd. Stundum er ein manneskja í samtali við notenda inn í bílnum og önnur í símtali fyrir utan hann. „Að vinna á vettvangi með bíl og síma sem þín vinnutæki getur verið áskorun. Það þarf að aðlaga alla starfshætti að því Þetta er allt öðruvísi en að vera í húsnæði með allt hjá þér en á sama tíma svo frábært að geta hitt fólk hvar sem er og í sínu nærumhverfi.“ Nýtist öllu landinu Reykur er þjónusta sem nýtist öllu landinu. Fólk á höfuðborgarsvæðinu getur fengið bílinn til sín og fólk á landsbyggðinni getur hringt í þjónustuna, fengið ráðleggingar í síma og búnað sendan heim til sín í pósti. Sími þjónustunnar er 790-4455. Svala segir að þegar fólk er komið inn í bíl kynna þau þjónustuna fyrir þeim, sýna skaðaminnkandi búnaðinn og fræða þau um allan búnaðinn sem er í boði og aðra þjónustu. Fyrir flesta sem hafa leitað til þeirra sé þetta alveg nýtt fyrir þeim og hafa sumir jafnvel ekki séð svona búnað áður. Þá leggja þau mikla áherslu á sálrænan stuðning, spjall og fræðslu. Fræðslu um til dæmis leiðir til að draga úr áhættu og skaða, hvernig á að nota búnaðinn og lesa úr vímuefnaprófunum. Þá eigi þau líka almennt samtal við fólk um vímuefnanotkun þeirra og andlegan líðan hjá þeim sem vilja. Álpappírinn sem er í boði í Reyk inniheldur ekki sömu eiturefni og álpappírinn sem er seldur í matvöruverslunum. Hann er því ekki skaðlegur fyrir öndunarfæri og dregur úr munnheilsuvanda.Vísir/Vilhelm „Þá skiljum við betur hvort og hversu þungur vímuefnavandi þeirra er og hverjar áskoranir þeirra eru.“ Svala segir að Reykur þjónustan aðstoði einnig fólk við að komast í viðeigandi úrræði. „Við getum til dæmis sótt um í flýtiþjónustu við ópíóíðavanda fyrir fólk. Við heyrum þá í göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala sem leggur inn beiðni fyrir okkur til SÁÁ í ópíóíðalyfjameðferð. Þau fá beiðnina, meta hana og heyra svo í fólkinu. Við sem erum á vettvangi í Reykur getum þannig verið þessi brú sem þau þurfa oft til að komast í ópíóíðalyfjameðferð hjá SÁÁ,“ segir Svala. Fyrsta vakt Reyks var 4. febrúar en þau eru þegar búin að aðstoða þrjá í þessa meðferð. „Það skiptir svo miklu máli að það sé tenging á vettvangi. Fyrir suma er ákveðinn þröskuldur að leita sér aðstoðar inni á heilbrigðisstofnun eða til SÁÁ og því er afar ánægjulegt að þetta samstarf sé til staðar.“ Ekki neyslurými Svala segir hópinn sem hafi leitað til þeirra ekki einsleitan. „Við erum búin með fimm vaktir og á þeim tíma hafa 15 manns leitað til okkar og höfum við veitt fjölda þjónustuinngripa,“ segir Svala og það sémjög ánægjulegt miða við þjónustu sem er að stíga sín fyrstu skref og byggja upp traust til hópsins. Notendur séu af öllum kynjum og á breiðu aldursbili frá 21 árs til 52 ára. Hún segir flesta sem hafa leitað til þeirra búsetta á höfuðborgarsvæðinu en þau hafi einnig þjónustað fólk á landsbyggðinni, sem hafi fengið frá þeim pakka með búnaði og Naloxone. „Fólk sem er búsett annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri hefur ekki aðgang að Naloxone nefúða. Það er því mjög ánægjulegt að geta brúað þetta bil. Við viljum auðvitað sjá Naloxone sem lausasölulyf en á meðan það er ekki staðan þá skiptir máli að geta boðið fólki þessa leið og bæði notendur og aðstandendur hafa fengið Naloxone nefúða hjá okkur.“ Bíllinn er ekki flokkað sem öruggt neyslurými og því má fólk ekki reykja vímuefni inni í honum. Svala segir þau láta alla vita af reykrýminu í Ylju neyslurými og láta þau fá nafnspjald um þjónustuna í Ylju. „Margir af þeim sem við höfum hitt vissu ekki af reykrýminu í Ylju og nokkrir vissu ekki hvað Ylja var. Hópurinn sem hefur leitað til okkar er mjög fjölbreyttur og býr við margskonar félagslegar aðstæður. Sumir eiga sögu um langvarandi og þungan vímuefnavanda og glíma jafnvel við heimilisleysi á meðan við erum líka að hitta fólk sem er í fullri vinnu og námi og er að reykja öðru hvoru og er að byrja að þróa með sér ópíóíða-eða kókaínvanda.“ Í verkefninu eru sex sjálfboðaliðar sem sinna þjónustunni með Svölu. Sjálfboðaliðarnir hafa öll reynslu á að veita skaðaminnkandi þjónustu og hafa fengið sérþjálfun til að veita þjónustuna í Reyk. Svala segir þau gríðarlega heppinn með sjálfboðaliðana sem hafi einlægan áhuga á verkefninu og að aðstoða hópinn. Næsta vakt þjónustunnar er á morgun, föstudag, milli 19 til 22. Svala segir það hafa verið skýra ósk notenda að allavega væri opið til 22. Það sé fjárhagslegur rammi samtakanna að geta haft opið tvö kvöld í viku en þau finni vel þörfina fyrir því að hafa opið fleiri kvöld í viku. Svarar í símann utan opnunartíma Utan þess tíma svarar Svala í símann og getur þá bókað fólk á næstu vakt. „Þetta er hópur sem á oft ekki jákvæða reynslu af heilbrigðis- og félagslega kerfinu þannig mér fannst skipta máli að vera með símann, svara á daginn þegar ég hef tök, eiga samtöl við fólk og bóka þau á næstu vakt. Stundum vantar fólki einfalda aðstoð eins og leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun eða hvernig sé best að ná sambandi við félagsráðgjafa,“ segir Svala og það sé lítið mál að aðstoða með svona hluti í gegnum símann. Fólk kemur inn í bílinn, fær fræðslu og búnað og getur svo stoppað eins lengi og það þarf og vill. Sumir stoppa stutt á meðan aðrir stoppa lengur.Vísir/Vilhelm Matthildarsamtökin fengu í fyrra átta milljóna króna styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að vinna þarfagreiningu fyrir þjónustuna og koma þjónustunni á laggirnar til að reka hana. Svala segir enn nokkuð vanta upp á svo þjónustan sé tryggð áfram í sömu mynd og hún er núna. „Við höfum áhyggjur af fjárhagslegri stöðu verkefnisins þar sem við fengum ekki fullan styrk frá heilbrigðisráðuneytinu, fengum aðeins um einn fjórða af rekstrarkostnaðinum fyrir árið 2025,. Við erum að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu og þurfum einnig að leita allra mögulegra leiða til að fá fjármagn til að halda verkefninu með óbreyttu sniði áfram,“ segir Svala. Að lokum segir Svala það skipta miklu máli að hópurinn hafi skaðaminnkandi þjónustu á vettvangi sem sé til staðar fyrir einstaklingana og geti aðstoðað fólk í viðeigandi úrræði í samfélaginu. „Það er mikill ávinningur af svona vettvangsþjónustu, við myndum ákveðna brú fyrir jaðarsettan hóp inn í félags- og heilbrigðisþjónustu og veitum hópnum jafnframt öruggt rými sem styður við skref í jákvæða átt hjá fólki.“ Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. 16. desember 2024 14:02 Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
„Ég er búin að vinna að því í heilt ár að koma þjónustunni á laggirnar. Við vissum að það væri töluverð fjölgun meðal þeirra sem eru að reykja ópíóíða og örvandi vímuefni á Íslandi, sem er oft þungur vímuefnavandi sem fólk er að kljást við“ segir Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildarsamtakanna og verkefnastjóri Reyks. Hún segir þessa aukningu til dæmis koma fram í innlagnartölum SÁÁ. Þar megi sjá mikla fjölgun meðal þeirra sem reykja ópíóíða, sérstaklega Oxycontin, og einnig er fjölgun meðal þeirra sem reykja kókaín. „Skaðaminnkandi þjónusta á Íslandi hefur hingað til lagt megináherslu á að ná til fólks sem er að nota vímuefni í æð. Það hefur því ekki áður verið til nein skaðaminnkandi þjónustu sem er sérstaklega hönnuð út frá þörfum einstaklinga sem reykja ópíóíða og örvandi efni,“ segir Svala. Samskonar verkefni erlendis í áratugi Slík verkefni hafi þó verið starfrækt í áratugi erlendis með góðum árangri. Matthildur, samtök um skaðaminnkun reka þjónustuna og hafa unnið að því í heilt ár að koma þjónustunni upp. Við undirbúning gerðu þau þarfagreiningu fyrir þjónustunni, greindu stöðuna á vímuefnamarkaði og þá þjónustu sem er í boði, áttu samráð við erlenda kollega og skoðuðu hvað segir í fræðunum. Einnig áttu þau víðtækt samráð við notendur hér á land til að vita hvaða þjónustu og stuðning þau vildu og fengu skoðun þeirra á ólíkum þáttum er varðar skipulag þjónustunnar. Sem dæmi kemur nafnið á verkefninu Reykur frá notenda og er bíllinn sem þjónustan er rekin í alveg ómerktur að ósk notenda. Bílinn er alveg ómerktur sem og starfsfólk og sjálfboðaliðar. Það var ósk frá notendum þegar við vorum að vinna að þjónustunni. Að verkefnið myndi falla vel inn í borgarsamfélagið. Við mætum með alla þjónustuna til fólksins og það kemur inn í bíl til okkar. Svala segir að á fundum hennar með notendum hafi hún metiðhver félagsleg staða hópsins væri, hvernig vímuefnanotkun þeirra væri og hvaða búnað þau væru helst að nota. „Þá kom mjög sterklega í ljós að fólk var að nota mjög skaðlegan búnað. Þau voru að reykja í plastflöskum og ljósaperum, nota skaðlegan álpappír og mikið að deila pípum. Hópurinn hefur ekki haft aðgang að hreinum og skaðaminnkandi búnaði, þar sem hann hefur takmarkað verið til á Íslandi og ekki verið dreift til þeirra .“ Tvær tegundir af pípum og hreinn álpappír Hún hafi í kjölfarið skoðað hvað væri til af skaðaminnkandi búnaði í Evrópu, pantað hann og borið það svo undir notendur hvað hentaði hópnum best hér heima. Niðurstaðan hafi verið að panta búnað frá írskum heildsala og notendasamtökum í Barselóna á Spáni. „Við erum meðal annars með þrjár tegundir af hreinum álpappír sem má anda að sér. Hann inniheldur ekki eiturefni eins og álpappírinn út í búð. Svo erum við með tvær tegundir af glerpípum sem eru sérstaklega fyrir fólk sem reykir kókaín og munnstykki til að setja framan á pípuna. Munnstykkin draga úr líkum á því að fólk fái brunasár á varirnar þegar glerið hitnar en það dregur úr líkum á að fólk geti smitist af lifrarbólgu C. Glerpípurnar eru líka alveg hreinar, þannig að þær valda ekki öndunarfæraskaða “ Glerpípurnar sem fólk fær annað hvort í bílnum eða í pósti má sjá til hægri. Auk þess er á myndinni filter og munnstykki.Vísir/Vilhelm Auk þess er hægt að fá hjá Reyk filtera í pípurnar, vímuefnapróf til að mæla tvær gerðir af gervi-ópíóíðum, fentanyli og nitazene. Þessir ópíóíðar eru sterkir og eru þekktir fyrir að valda dauðsföllum í Evrópu. Þá er einnig hægt að fá hjá þeim Naloxone nefúða og munnvatnstöflur. „Þegar fólk reykir vímuefni eða notar örvandi efni er ein neikvæð afleiðing munnþurrkur. Töflurnar heita Happ+ og eru mikið notaðar á sjúkrastofnunum og hjúkrunarheimilum. Við gefum fólki þessar töflur og þær auka munnvatnsframleiðslu sem dregur úr munn- og tannheilsuskaða. Þau sem hafa leitað til okkar eru mjög ánægð með að fá töflurnar. Svo veitum við mikið af fræðslu um öruggari vímuefnanotkun og leiðbeiningar um varnir gegn ofskömmtun og erum einnig alltaf með vatnsflöskur ,“ segir Svala. Hún segir ekki settan tímaramma á heimsókn til þeirra. Sumir sem leita til okkar eru í töluverðan tíma en stundum er fólk á hraðferð að sækja búnað og stoppar stutt. Fólk kemur algjörlega á sínum eigin forsendum og ríkir hundrað prósent trúnaður og nafnleynd. Stundum er ein manneskja í samtali við notenda inn í bílnum og önnur í símtali fyrir utan hann. „Að vinna á vettvangi með bíl og síma sem þín vinnutæki getur verið áskorun. Það þarf að aðlaga alla starfshætti að því Þetta er allt öðruvísi en að vera í húsnæði með allt hjá þér en á sama tíma svo frábært að geta hitt fólk hvar sem er og í sínu nærumhverfi.“ Nýtist öllu landinu Reykur er þjónusta sem nýtist öllu landinu. Fólk á höfuðborgarsvæðinu getur fengið bílinn til sín og fólk á landsbyggðinni getur hringt í þjónustuna, fengið ráðleggingar í síma og búnað sendan heim til sín í pósti. Sími þjónustunnar er 790-4455. Svala segir að þegar fólk er komið inn í bíl kynna þau þjónustuna fyrir þeim, sýna skaðaminnkandi búnaðinn og fræða þau um allan búnaðinn sem er í boði og aðra þjónustu. Fyrir flesta sem hafa leitað til þeirra sé þetta alveg nýtt fyrir þeim og hafa sumir jafnvel ekki séð svona búnað áður. Þá leggja þau mikla áherslu á sálrænan stuðning, spjall og fræðslu. Fræðslu um til dæmis leiðir til að draga úr áhættu og skaða, hvernig á að nota búnaðinn og lesa úr vímuefnaprófunum. Þá eigi þau líka almennt samtal við fólk um vímuefnanotkun þeirra og andlegan líðan hjá þeim sem vilja. Álpappírinn sem er í boði í Reyk inniheldur ekki sömu eiturefni og álpappírinn sem er seldur í matvöruverslunum. Hann er því ekki skaðlegur fyrir öndunarfæri og dregur úr munnheilsuvanda.Vísir/Vilhelm „Þá skiljum við betur hvort og hversu þungur vímuefnavandi þeirra er og hverjar áskoranir þeirra eru.“ Svala segir að Reykur þjónustan aðstoði einnig fólk við að komast í viðeigandi úrræði. „Við getum til dæmis sótt um í flýtiþjónustu við ópíóíðavanda fyrir fólk. Við heyrum þá í göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala sem leggur inn beiðni fyrir okkur til SÁÁ í ópíóíðalyfjameðferð. Þau fá beiðnina, meta hana og heyra svo í fólkinu. Við sem erum á vettvangi í Reykur getum þannig verið þessi brú sem þau þurfa oft til að komast í ópíóíðalyfjameðferð hjá SÁÁ,“ segir Svala. Fyrsta vakt Reyks var 4. febrúar en þau eru þegar búin að aðstoða þrjá í þessa meðferð. „Það skiptir svo miklu máli að það sé tenging á vettvangi. Fyrir suma er ákveðinn þröskuldur að leita sér aðstoðar inni á heilbrigðisstofnun eða til SÁÁ og því er afar ánægjulegt að þetta samstarf sé til staðar.“ Ekki neyslurými Svala segir hópinn sem hafi leitað til þeirra ekki einsleitan. „Við erum búin með fimm vaktir og á þeim tíma hafa 15 manns leitað til okkar og höfum við veitt fjölda þjónustuinngripa,“ segir Svala og það sémjög ánægjulegt miða við þjónustu sem er að stíga sín fyrstu skref og byggja upp traust til hópsins. Notendur séu af öllum kynjum og á breiðu aldursbili frá 21 árs til 52 ára. Hún segir flesta sem hafa leitað til þeirra búsetta á höfuðborgarsvæðinu en þau hafi einnig þjónustað fólk á landsbyggðinni, sem hafi fengið frá þeim pakka með búnaði og Naloxone. „Fólk sem er búsett annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri hefur ekki aðgang að Naloxone nefúða. Það er því mjög ánægjulegt að geta brúað þetta bil. Við viljum auðvitað sjá Naloxone sem lausasölulyf en á meðan það er ekki staðan þá skiptir máli að geta boðið fólki þessa leið og bæði notendur og aðstandendur hafa fengið Naloxone nefúða hjá okkur.“ Bíllinn er ekki flokkað sem öruggt neyslurými og því má fólk ekki reykja vímuefni inni í honum. Svala segir þau láta alla vita af reykrýminu í Ylju neyslurými og láta þau fá nafnspjald um þjónustuna í Ylju. „Margir af þeim sem við höfum hitt vissu ekki af reykrýminu í Ylju og nokkrir vissu ekki hvað Ylja var. Hópurinn sem hefur leitað til okkar er mjög fjölbreyttur og býr við margskonar félagslegar aðstæður. Sumir eiga sögu um langvarandi og þungan vímuefnavanda og glíma jafnvel við heimilisleysi á meðan við erum líka að hitta fólk sem er í fullri vinnu og námi og er að reykja öðru hvoru og er að byrja að þróa með sér ópíóíða-eða kókaínvanda.“ Í verkefninu eru sex sjálfboðaliðar sem sinna þjónustunni með Svölu. Sjálfboðaliðarnir hafa öll reynslu á að veita skaðaminnkandi þjónustu og hafa fengið sérþjálfun til að veita þjónustuna í Reyk. Svala segir þau gríðarlega heppinn með sjálfboðaliðana sem hafi einlægan áhuga á verkefninu og að aðstoða hópinn. Næsta vakt þjónustunnar er á morgun, föstudag, milli 19 til 22. Svala segir það hafa verið skýra ósk notenda að allavega væri opið til 22. Það sé fjárhagslegur rammi samtakanna að geta haft opið tvö kvöld í viku en þau finni vel þörfina fyrir því að hafa opið fleiri kvöld í viku. Svarar í símann utan opnunartíma Utan þess tíma svarar Svala í símann og getur þá bókað fólk á næstu vakt. „Þetta er hópur sem á oft ekki jákvæða reynslu af heilbrigðis- og félagslega kerfinu þannig mér fannst skipta máli að vera með símann, svara á daginn þegar ég hef tök, eiga samtöl við fólk og bóka þau á næstu vakt. Stundum vantar fólki einfalda aðstoð eins og leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun eða hvernig sé best að ná sambandi við félagsráðgjafa,“ segir Svala og það sé lítið mál að aðstoða með svona hluti í gegnum símann. Fólk kemur inn í bílinn, fær fræðslu og búnað og getur svo stoppað eins lengi og það þarf og vill. Sumir stoppa stutt á meðan aðrir stoppa lengur.Vísir/Vilhelm Matthildarsamtökin fengu í fyrra átta milljóna króna styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til að vinna þarfagreiningu fyrir þjónustuna og koma þjónustunni á laggirnar til að reka hana. Svala segir enn nokkuð vanta upp á svo þjónustan sé tryggð áfram í sömu mynd og hún er núna. „Við höfum áhyggjur af fjárhagslegri stöðu verkefnisins þar sem við fengum ekki fullan styrk frá heilbrigðisráðuneytinu, fengum aðeins um einn fjórða af rekstrarkostnaðinum fyrir árið 2025,. Við erum að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu og þurfum einnig að leita allra mögulegra leiða til að fá fjármagn til að halda verkefninu með óbreyttu sniði áfram,“ segir Svala. Að lokum segir Svala það skipta miklu máli að hópurinn hafi skaðaminnkandi þjónustu á vettvangi sem sé til staðar fyrir einstaklingana og geti aðstoðað fólk í viðeigandi úrræði í samfélaginu. „Það er mikill ávinningur af svona vettvangsþjónustu, við myndum ákveðna brú fyrir jaðarsettan hóp inn í félags- og heilbrigðisþjónustu og veitum hópnum jafnframt öruggt rými sem styður við skref í jákvæða átt hjá fólki.“
Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. 16. desember 2024 14:02 Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. 16. desember 2024 14:02
Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02
Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44