Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:01 Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun