Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem dómnefndarakademía ræður til um tilnefningar og verðlaun inniheldur akademían á þriðja tug fólks sem fjallar og skrifar um tónlist, semur einnig tónlist og hefur af henni mikla unun. Störfum nefndanna er nánast lokið, einungis á eftir að velja handhafa verðlaunanna sjálfra sem afhent verða með pompi og prakt 12. mars í Silfurbergi Hörpu.
Djassgítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika ljúfa tóna í upphafi dagskrárinnar en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra sem flytjandi ársins. Þess má geta að veitingahúsið Jómfrúin er einnig meðal verðlaunahafa frá í fyrra en verðlaunin hlaut staðurinn fyrir tónlistarviðburð ársins.
Loks kemur það í ljós hver það verður sem mun kynna Íslensku tónlistarverðlaunin í ár og verður sérlegur veislustjóri í Silfurbergi miðvikudagskvöldið 12. mars.