Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 11:37 Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni. Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni.
Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira