„Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Feðgarnir á góðri stundu eftir einn af sigrum Gunnars í UFC Vísir/Getty Hvar og hvenær sem Gunnar Nelson stígur inn í bardagabúrið er næsta víst að faðir hans sé þar í hans horni og segir bardagakappinn það ómetanlegt. Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi. MMA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Gunnar stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC sambandsins eftir innan við mánuð þar sem að hann mætir villta Bandaríkjamanninum Kevin Holland. Í horni Gunnars, líkt og ávallt í gegnum hans feril, verður faðir hans og umboðsmaður Haraldur Dean Nelson sem hefur fylgt syni sínum í gegnum atvinnumannaferilinn sem enn sér ekki fyrir endann á og vill hinn 36 ára gamli Gunnar ekki titla komandi bardaga sinn sem kveðjubardaga. Á sama tíma hefur Haraldur látið sig ýmsa hluti varða bæði innan UFC sem og varðandi lögleiðingu MMA hér á landi. Ykkar samband í gegnum þetta. Þetta hefur verið langt, þið hafið upplifað sæta sigra saman en einnig súr töp. Það hlýtur að vera dýrmætt, eitthvað sem verður dýrmætari þegar að ferlinum lýkur, að hafa átt þessi ár með föður þínum í þessu? „Já ekki spurning,“ svarar Gunnar. „Hann hefur verið með mér frá því í byrjun, verið minn umboðsmaður og hefur séð um eitt og annað. Alltaf komið með mér í búrið. Þetta verða minningar sem að skila sér einhvern veginn inn í framhaldið. Það er svo margt sem að við rifjum reglulega upp. Þetta er einhvern veginn ómetanlegt.“ Og þessi vegferð ykkar kjarnast svo einhvern veginn í starfinu sem er unnið hjá Mjölni. „Já. Við stofnum Mjölni og hann er búinn að vera með okkur í því sem framkvæmdarstjóri til lengri tíma. Það er ekki bara ferillinn minn, heldur svolítið MMA á Íslandi sem við höfum verið að stíga saman og vinna að.“ Gunnar Nelson mætir Kevin Holland á bardagakvöldi UFC í London þann 22.mars næstkomandi.
MMA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira