Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 12:01 Nýjar sviptingar á pólitíska sviðinu sýna fram á að það er ekki einungis járntjald í Evrópu heldur eru að myndast járnveggir báðum megin við álfuna. Það lítur út fyrir að Bandaríkin séu mögulega í fyrsta skiptið að snúa bakinu við Evrópu, allavegana í orði, og rétta fram sáttarhönd til Rússlands þess í stað. Það setur Evrópu í mjög skringilega stöðu, við höfum aldrei haft tvo (mögulega) óvini sitt hvorum megin við okkur. En hvað þýða þessar nýju sviptingar á pólitíska landslaginu fyrir Evrópu? Ég tel að tími sé kominn fyrir bæði stjórnvöld og íbúa Evrópulanda að gera upp við sig hvort þau vilji fara Chamberlain-leiðina eða Churchill-leiðina til að takast á við þetta. Chamberlain-leiðin Ég nefni þessa leið í höfuðið á Neville Chamberlain sem var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1937-1940 og var formaður íhaldsflokksins á þeim tíma. Chamberlain og ríkisstjórn hans lögðu ríka áherslu á að halda frið í Evrópu. Fyrri heimsstyrjöldin hafði leitt til dauða á annan tug milljóna manna og opinberað fyrir heiminum nýjan hrylling í hernaði. Eftir stríðið var almennt engin löngun í annað stríð í álfunni og þess vegna leituðust stjórnvöld eftir almennri friðþægingu. Sú stemning var mjög ríkjandi í álfunni þegar Adolf Hitler og nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933. Hvað var hægt að gera þegar menn líkt og Hitler og Mussolini voru að ráðast inn í önnur lönd og innlima þau? Jú, til að forðast stríð ákváðu stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi að vonast eftir friði í álfunni með því að gera lítið sem ekkert. Hitler gerði í því að sjá hversu langt hann kæmist í að brjóta Versalasamninginn og alþjóðalög þangað til að bandamenn gerðu eitthvað í málinu. Hitler byrjaði á því að brjóta gegn Versalasamningnum með því að setja á herskyldu árið 1935. Næst réðist hann og innlimaði Rínarlöndin árið 1936, sem braut strax í bága við Versalasamninginn. Chamberlain varð forsætisráðherra Bretlands ári seinna. Markmiðið var að viðhalda friði í álfunni í ljósi pólitíska óróans. Hitler lét það þó ekki stöðva sínar áætlanir. Ári seinna ákvað hann að innlima Austurríki. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu vöruðu við að þau yrðu næst á dagskrá hjá Hitler. Chamberlain ákvað því að fljúga til Munchen seinna á árinu 1938 til að ræða við Hitler. Á Munchen-ráðstefnunni svokölluðu, sem var sótt af leiðtogum Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu, var niðurstaðan að Hitler mætti fá Súdetaland með því skilyrði að hann myndi ekki ráðast inn í fleiri lönd í Evrópu. Súdetaland var partur af Tékkóslóvakíu og stjórnvöld þar kölluðu þetta mikil svik. Þeim var ekki boðið á ráðstefnuna og Frakkland og Bretland höfðu áratug áður skrifað undir varnarsamning við Tékkóslóvakíu, en voru þarna að selja í burtu landshluta af sjálfstæðu landi án viðkomu þeirra. Chamberlain snéri heim til Bretlands ánægður með þessa niðurstöðu og lofaði þjóð sinni að með þessum samningi væri búið að tryggja frið í álfunni. Það var ekki raunin. Árið 1939 fóru bandamenn að hafa áhyggjur af því að Þýskaland myndi ráðast inn í Pólland. Þau drógu línu í sandinn að ef Hitler myndi gera það þá myndu þau lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi. Hitler lét ekki deigan síga og gerði samning við Rússland þar sem bæði löndin skiptu upp Póllandi á milli sín og réðust inn í Pólland 1. september 1939, Bretland og Frakkland lýstu yfir stríði í kjölfarið. Þessi friðþæging og löngun í frið í álfunni af hálfu Chamberlains bar engan árangur annað en að mögulega fresta stríðinu um einhvern tíma. Þessi aðferð Chamberlains var gerð með góðum hug og með góðum ásetningi. En er það rétta leiðin til að takast á við menn eins og Hitler, menn eins og Pútín…eða menn eins og Trump? Churchill-leiðin Winston Churchill var þingmaður á fjórða áratug seinustu aldar í Bretlandi. Eftir að Hitler komst til valda kallaði hann ítrekað eftir því að Bretland myndi styrkja varnir landsins og setja meira fjármagn í hernað til að vinna gegn ógninni sem steðjaði að Þýskalandi. Churchill varaði land og þjóð í gríð og erg gegn ógninni sem steðjaði af Þýskalandi en var gagnrýndur fyrir hræðsluáróður. Hann gagnrýndi einnig ágang Ítalíu og fasismann þar í landi, ásamt innrás þeirra inn í Eþíópíu. Eftir innlimun Austurríkis í Þýskaland kallaði Churchill eftir aukinni samvinnu Evrópuríkja til að vinna gegn ógninni sem steðjaði af Þýskalandi. Hann reyndi að sannfæra Chamberlain að bandamenn ættu að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalands ef Hitler myndi ráðast inn í Súdetalöndin. Churchill skrifaði bækur og hélt ýmsar ræður um þessi málefni þar sem hann varaði við að friðþæging gagnvart Hitler myndi ekki virka en fékk einungis mikla gagnrýni á sig í staðinn. Eftir að Bretland lýsti yfir stríði á hendur Þýskalands eftir innrás þeirra inn í Pólland var Churchill skipaður yfir sjóher Bretlands. Árið 1940 tók hann við sem forsætisráðherra Bretlands. Eftir að Þýskaland réðist inn í Rússland árið 1941 ákvað Churchill að best væri fyrir bandamenn að vinna náið með Stalín til að vinna gegn Þjóðverjum. Með því að fá Bandaríkin og Sovétmenn inn í bandalagið með Frakklandi og Bretlandi náðist að binda enda á seinni heimsstyrjöldina. Í lok stríðsins fór Churchill að vara við mögulegum hættum sem steðjaði af Rússlandi í framtíðinni. Churchill var forsætisráðherra til lok árs en breska þjóðin var komin með nóg af stríði og hræðsluáróður Churchill um nýjan óvin hlaut engan hljómgrunn. Hann lét þó ekki deigan síga og í ræðu sem hann hélt í Bandaríkjunum árið 1946 varaði hann alþjóð við að járntjald væri fallið í Evrópu og kallaði eftir frekari samvinnu Evrópu og Bandaríkjanna til að vinna saman gegn ógninni sem steðjaði af Sovétmönnum. Var þetta hræðsluáróður hjá Churchill varðandi Þýskaland og Sovétríkin eða var maðurinn að vera raunsær? Friðþæging við Pútín Það er hægt að segja að frá upphafi 21. aldarinnar hafi stjórnvöld í Evrópu farið Chamberlain-leiðina þegar kemur að Rússlandi. Endalok Sovétríkjanna höfðu leitt til mikilla átaka í Evrópu á tíunda áratug seinustu aldar. Stjórnvöld voru þess vegna í svipuðum hugleiðingum og Chamberlain í upphafi 21. aldarinnar gagnvart átökum í álfunni. Á meðan bandamenn hófu stríð í Miðausturlöndum eftir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum árið 2001 var Pútín að hasla sér völl í austurhluta Evrópu. Eftir nokkurra ára stríð við Tsjetsjeníu var landið innlimað við Rússland árið 2003. Stríðið var gagnrýnt að einhverju leyti en var mestmegnis sett í samhengi við stríðið gegn hryðjuverkum og þess vegna var lítið sem ekkert gert. Næst beindi Pútín sjónum sínum að Georgíu í ljósi þess að hann vildi öðlast aðgang að Kákasusfjallahéraðinu. Rússland réðist inn í Georgíu árið 2008 en stríðinu lauk með því sigri Rússlands og leiddi til þess að Pútín viðurkenndi Suður-Ossetíu og Abkhasíu sem sjálfstæð ríki. Evrópusambandið og Bandaríkin fordæmdu aðgerðir Rússa og beittu ýmsum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Einnig hætti NATO hernaðarsamstarfi við Rússland. Árið 2014 réðist Rússland inn í Úkraínu og innlimaði Krímskaga. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásina og Vesturveldin beittu Rússum efnahagslegum refsiaðgerðum. Árið 2014 réðist Rússland inn í Úkraínu og innlimaði Krímskaga. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásina og Vesturveldin beittu Rússum efnahagslegum refsiaðgerðum. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að Pútín réðist á ný inn í Úkraínu árið 2022 en það stríð er ennþá í gangi eins og lesendur vita. Bandamenn ákváðu að styðja við Úkraínu fjárhagslega og með vopnum og settu harðar fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það hefur verið mikil samstaða á meðal bandamanna um stríðið í Úkraínu, þar til nú. Nýr raunveruleiki, nýjar leiðir? Donald Trump varð forseti á ný í janúar á þessu ári. Á fyrsta mánuði hans í valdastól hefur Trump hótað tollastríði við Evrópu, hótað innlimun Grænlands og Kanada og að minnka viðveru Bandaríkjahers í Evrópu. Á sama tíma hefur hann ákveðið að rétta sáttarhönd til Rússlands. Það leiddi til mikillar ringulreiðar í alþjóðapólitík í álfunni, sem náði hámarki á Munchen-ráðstefnunni fyrr í þessum mánuði. Á Munchen-ráðstefnunni gagnrýndi varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, evrópsk stjórnvöld fyrir að vinna gegn lýðræði og tjáningarfrelsi í álfunni. Bandaríkin tilkynntu að þau ætluðu að funda einsömul með Rússlandi um framtíð Úkraínu, án aðkomu þess síðarnefnda. Þetta minnir á Munchen-ráðstefnuna 1938 er það ekki? Leiðtogar Evrópuríkja brugðust við með því að funda skyndilega um öryggi álfunnar og Úkraínu. Stuttu eftir fer Trump á samfélagsmiðla og kallar forsætisráðherra Úkraínu einræðisherra og segir að Úkraína hafi hafið stríð gegn Rússlandi en ekki öfugt. Þetta er allt að gerast mjög hratt og í dag eru leiðtogar í Evrópu að huga að styrkja varnarmál þjóða sinna og leita leiða til að styrkja Evrópu sem heild. Þetta er nýr raunveruleiki sem blasir við okkur. Chamberlain-leiðin sem bandamenn höfðu tekið í upphafi aldarinnar hefur ekki skilað af sér neinu öðru en seinkun á stríði í Evrópu. Leiðtogar bandamanna vonuðust eftir að alþjóðlegar fordæmingar og fjárhagsþvinganir myndu skila af sér friði í álfunni, á meðan uppgangur fasisma hefur verið kraumandi á seinustu tveimur áratugum. Í dag er Rússland enn þá að heyja stríð við Úkraínu og hótar ítrekað að nota kjarnorkuvopn í stríðsrekstri sínum og þau hafa jafnframt dregið Norður-Kóreu inn í stríðið í Evrópu. Í dag eru Bandaríkin að leitast leiða til að vinna náið með Rússlandi á meðan Elon Musk reynir að hafa áhrif á kosningar í Þýskalandi, Trump hótar tollastríði við álfuna og opinberlega gagnrýnir lýðræðið í álfunni. Hvað er þá hægt að gera? Eigum við að halda áfram með Chamberlain-leiðina og vona að hlutirnir róist og allir verði vinir á endanum? Eða eigum við að horfast í augu við raunveruleikann og undirbúa okkur? Ég tel, kæru lesendur, að best sé að taka Churchill-leiðina núna. Það þýðir að við þurfum að undirbúa okkur. Við þurfum að ganga inn í Evrópusambandið. Við þurfum að verja meira fjármagni í varnar- og öryggismál landsins, þá sérstaklega að huga að öryggi sæstrengjanna okkar og netöryggi landsins. Við þurfum að huga að sjálfbærni landsins, þá sérstaklega í matvæla- og orkuiðnaðinum. Við þurfum að vera raunsæ. Þetta þýðir þó ekki það að við þurfum að vígbúast. Nei, þetta þýðir að við þurfum að vera undirbúin vegna þessa nýja raunverulega sem við búum við. Churchill-leiðin leiðir ekki af sér hræðsluáróður heldur er einungis raunsæ vinnubrögð. Við þurfum ekki að svo stöddu að slíta efnahags- eða diplómatískum samböndum við Bandaríkin en við þurfum að vera öllu viðbúin. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar sviptingar á pólitíska sviðinu sýna fram á að það er ekki einungis járntjald í Evrópu heldur eru að myndast járnveggir báðum megin við álfuna. Það lítur út fyrir að Bandaríkin séu mögulega í fyrsta skiptið að snúa bakinu við Evrópu, allavegana í orði, og rétta fram sáttarhönd til Rússlands þess í stað. Það setur Evrópu í mjög skringilega stöðu, við höfum aldrei haft tvo (mögulega) óvini sitt hvorum megin við okkur. En hvað þýða þessar nýju sviptingar á pólitíska landslaginu fyrir Evrópu? Ég tel að tími sé kominn fyrir bæði stjórnvöld og íbúa Evrópulanda að gera upp við sig hvort þau vilji fara Chamberlain-leiðina eða Churchill-leiðina til að takast á við þetta. Chamberlain-leiðin Ég nefni þessa leið í höfuðið á Neville Chamberlain sem var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1937-1940 og var formaður íhaldsflokksins á þeim tíma. Chamberlain og ríkisstjórn hans lögðu ríka áherslu á að halda frið í Evrópu. Fyrri heimsstyrjöldin hafði leitt til dauða á annan tug milljóna manna og opinberað fyrir heiminum nýjan hrylling í hernaði. Eftir stríðið var almennt engin löngun í annað stríð í álfunni og þess vegna leituðust stjórnvöld eftir almennri friðþægingu. Sú stemning var mjög ríkjandi í álfunni þegar Adolf Hitler og nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933. Hvað var hægt að gera þegar menn líkt og Hitler og Mussolini voru að ráðast inn í önnur lönd og innlima þau? Jú, til að forðast stríð ákváðu stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi að vonast eftir friði í álfunni með því að gera lítið sem ekkert. Hitler gerði í því að sjá hversu langt hann kæmist í að brjóta Versalasamninginn og alþjóðalög þangað til að bandamenn gerðu eitthvað í málinu. Hitler byrjaði á því að brjóta gegn Versalasamningnum með því að setja á herskyldu árið 1935. Næst réðist hann og innlimaði Rínarlöndin árið 1936, sem braut strax í bága við Versalasamninginn. Chamberlain varð forsætisráðherra Bretlands ári seinna. Markmiðið var að viðhalda friði í álfunni í ljósi pólitíska óróans. Hitler lét það þó ekki stöðva sínar áætlanir. Ári seinna ákvað hann að innlima Austurríki. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu vöruðu við að þau yrðu næst á dagskrá hjá Hitler. Chamberlain ákvað því að fljúga til Munchen seinna á árinu 1938 til að ræða við Hitler. Á Munchen-ráðstefnunni svokölluðu, sem var sótt af leiðtogum Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu, var niðurstaðan að Hitler mætti fá Súdetaland með því skilyrði að hann myndi ekki ráðast inn í fleiri lönd í Evrópu. Súdetaland var partur af Tékkóslóvakíu og stjórnvöld þar kölluðu þetta mikil svik. Þeim var ekki boðið á ráðstefnuna og Frakkland og Bretland höfðu áratug áður skrifað undir varnarsamning við Tékkóslóvakíu, en voru þarna að selja í burtu landshluta af sjálfstæðu landi án viðkomu þeirra. Chamberlain snéri heim til Bretlands ánægður með þessa niðurstöðu og lofaði þjóð sinni að með þessum samningi væri búið að tryggja frið í álfunni. Það var ekki raunin. Árið 1939 fóru bandamenn að hafa áhyggjur af því að Þýskaland myndi ráðast inn í Pólland. Þau drógu línu í sandinn að ef Hitler myndi gera það þá myndu þau lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi. Hitler lét ekki deigan síga og gerði samning við Rússland þar sem bæði löndin skiptu upp Póllandi á milli sín og réðust inn í Pólland 1. september 1939, Bretland og Frakkland lýstu yfir stríði í kjölfarið. Þessi friðþæging og löngun í frið í álfunni af hálfu Chamberlains bar engan árangur annað en að mögulega fresta stríðinu um einhvern tíma. Þessi aðferð Chamberlains var gerð með góðum hug og með góðum ásetningi. En er það rétta leiðin til að takast á við menn eins og Hitler, menn eins og Pútín…eða menn eins og Trump? Churchill-leiðin Winston Churchill var þingmaður á fjórða áratug seinustu aldar í Bretlandi. Eftir að Hitler komst til valda kallaði hann ítrekað eftir því að Bretland myndi styrkja varnir landsins og setja meira fjármagn í hernað til að vinna gegn ógninni sem steðjaði að Þýskalandi. Churchill varaði land og þjóð í gríð og erg gegn ógninni sem steðjaði af Þýskalandi en var gagnrýndur fyrir hræðsluáróður. Hann gagnrýndi einnig ágang Ítalíu og fasismann þar í landi, ásamt innrás þeirra inn í Eþíópíu. Eftir innlimun Austurríkis í Þýskaland kallaði Churchill eftir aukinni samvinnu Evrópuríkja til að vinna gegn ógninni sem steðjaði af Þýskalandi. Hann reyndi að sannfæra Chamberlain að bandamenn ættu að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalands ef Hitler myndi ráðast inn í Súdetalöndin. Churchill skrifaði bækur og hélt ýmsar ræður um þessi málefni þar sem hann varaði við að friðþæging gagnvart Hitler myndi ekki virka en fékk einungis mikla gagnrýni á sig í staðinn. Eftir að Bretland lýsti yfir stríði á hendur Þýskalands eftir innrás þeirra inn í Pólland var Churchill skipaður yfir sjóher Bretlands. Árið 1940 tók hann við sem forsætisráðherra Bretlands. Eftir að Þýskaland réðist inn í Rússland árið 1941 ákvað Churchill að best væri fyrir bandamenn að vinna náið með Stalín til að vinna gegn Þjóðverjum. Með því að fá Bandaríkin og Sovétmenn inn í bandalagið með Frakklandi og Bretlandi náðist að binda enda á seinni heimsstyrjöldina. Í lok stríðsins fór Churchill að vara við mögulegum hættum sem steðjaði af Rússlandi í framtíðinni. Churchill var forsætisráðherra til lok árs en breska þjóðin var komin með nóg af stríði og hræðsluáróður Churchill um nýjan óvin hlaut engan hljómgrunn. Hann lét þó ekki deigan síga og í ræðu sem hann hélt í Bandaríkjunum árið 1946 varaði hann alþjóð við að járntjald væri fallið í Evrópu og kallaði eftir frekari samvinnu Evrópu og Bandaríkjanna til að vinna saman gegn ógninni sem steðjaði af Sovétmönnum. Var þetta hræðsluáróður hjá Churchill varðandi Þýskaland og Sovétríkin eða var maðurinn að vera raunsær? Friðþæging við Pútín Það er hægt að segja að frá upphafi 21. aldarinnar hafi stjórnvöld í Evrópu farið Chamberlain-leiðina þegar kemur að Rússlandi. Endalok Sovétríkjanna höfðu leitt til mikilla átaka í Evrópu á tíunda áratug seinustu aldar. Stjórnvöld voru þess vegna í svipuðum hugleiðingum og Chamberlain í upphafi 21. aldarinnar gagnvart átökum í álfunni. Á meðan bandamenn hófu stríð í Miðausturlöndum eftir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum árið 2001 var Pútín að hasla sér völl í austurhluta Evrópu. Eftir nokkurra ára stríð við Tsjetsjeníu var landið innlimað við Rússland árið 2003. Stríðið var gagnrýnt að einhverju leyti en var mestmegnis sett í samhengi við stríðið gegn hryðjuverkum og þess vegna var lítið sem ekkert gert. Næst beindi Pútín sjónum sínum að Georgíu í ljósi þess að hann vildi öðlast aðgang að Kákasusfjallahéraðinu. Rússland réðist inn í Georgíu árið 2008 en stríðinu lauk með því sigri Rússlands og leiddi til þess að Pútín viðurkenndi Suður-Ossetíu og Abkhasíu sem sjálfstæð ríki. Evrópusambandið og Bandaríkin fordæmdu aðgerðir Rússa og beittu ýmsum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Einnig hætti NATO hernaðarsamstarfi við Rússland. Árið 2014 réðist Rússland inn í Úkraínu og innlimaði Krímskaga. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásina og Vesturveldin beittu Rússum efnahagslegum refsiaðgerðum. Árið 2014 réðist Rússland inn í Úkraínu og innlimaði Krímskaga. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu árásina og Vesturveldin beittu Rússum efnahagslegum refsiaðgerðum. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að Pútín réðist á ný inn í Úkraínu árið 2022 en það stríð er ennþá í gangi eins og lesendur vita. Bandamenn ákváðu að styðja við Úkraínu fjárhagslega og með vopnum og settu harðar fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það hefur verið mikil samstaða á meðal bandamanna um stríðið í Úkraínu, þar til nú. Nýr raunveruleiki, nýjar leiðir? Donald Trump varð forseti á ný í janúar á þessu ári. Á fyrsta mánuði hans í valdastól hefur Trump hótað tollastríði við Evrópu, hótað innlimun Grænlands og Kanada og að minnka viðveru Bandaríkjahers í Evrópu. Á sama tíma hefur hann ákveðið að rétta sáttarhönd til Rússlands. Það leiddi til mikillar ringulreiðar í alþjóðapólitík í álfunni, sem náði hámarki á Munchen-ráðstefnunni fyrr í þessum mánuði. Á Munchen-ráðstefnunni gagnrýndi varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, evrópsk stjórnvöld fyrir að vinna gegn lýðræði og tjáningarfrelsi í álfunni. Bandaríkin tilkynntu að þau ætluðu að funda einsömul með Rússlandi um framtíð Úkraínu, án aðkomu þess síðarnefnda. Þetta minnir á Munchen-ráðstefnuna 1938 er það ekki? Leiðtogar Evrópuríkja brugðust við með því að funda skyndilega um öryggi álfunnar og Úkraínu. Stuttu eftir fer Trump á samfélagsmiðla og kallar forsætisráðherra Úkraínu einræðisherra og segir að Úkraína hafi hafið stríð gegn Rússlandi en ekki öfugt. Þetta er allt að gerast mjög hratt og í dag eru leiðtogar í Evrópu að huga að styrkja varnarmál þjóða sinna og leita leiða til að styrkja Evrópu sem heild. Þetta er nýr raunveruleiki sem blasir við okkur. Chamberlain-leiðin sem bandamenn höfðu tekið í upphafi aldarinnar hefur ekki skilað af sér neinu öðru en seinkun á stríði í Evrópu. Leiðtogar bandamanna vonuðust eftir að alþjóðlegar fordæmingar og fjárhagsþvinganir myndu skila af sér friði í álfunni, á meðan uppgangur fasisma hefur verið kraumandi á seinustu tveimur áratugum. Í dag er Rússland enn þá að heyja stríð við Úkraínu og hótar ítrekað að nota kjarnorkuvopn í stríðsrekstri sínum og þau hafa jafnframt dregið Norður-Kóreu inn í stríðið í Evrópu. Í dag eru Bandaríkin að leitast leiða til að vinna náið með Rússlandi á meðan Elon Musk reynir að hafa áhrif á kosningar í Þýskalandi, Trump hótar tollastríði við álfuna og opinberlega gagnrýnir lýðræðið í álfunni. Hvað er þá hægt að gera? Eigum við að halda áfram með Chamberlain-leiðina og vona að hlutirnir róist og allir verði vinir á endanum? Eða eigum við að horfast í augu við raunveruleikann og undirbúa okkur? Ég tel, kæru lesendur, að best sé að taka Churchill-leiðina núna. Það þýðir að við þurfum að undirbúa okkur. Við þurfum að ganga inn í Evrópusambandið. Við þurfum að verja meira fjármagni í varnar- og öryggismál landsins, þá sérstaklega að huga að öryggi sæstrengjanna okkar og netöryggi landsins. Við þurfum að huga að sjálfbærni landsins, þá sérstaklega í matvæla- og orkuiðnaðinum. Við þurfum að vera raunsæ. Þetta þýðir þó ekki það að við þurfum að vígbúast. Nei, þetta þýðir að við þurfum að vera undirbúin vegna þessa nýja raunverulega sem við búum við. Churchill-leiðin leiðir ekki af sér hræðsluáróður heldur er einungis raunsæ vinnubrögð. Við þurfum ekki að svo stöddu að slíta efnahags- eða diplómatískum samböndum við Bandaríkin en við þurfum að vera öllu viðbúin. Höfundur er helfararsagnfræðingur og Pírati.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar