Klukkan átján mætast síðan Stjarnan og ÍBV í honum undanúrslitaleiknum.
Fram og Afturelding hafa mæst í tvígang í Olís-deildinni á tímabilinu og unnið sitthvorn leikinn.
„Alltaf þegar þessi lið mætast verða þetta hörkuleikir og í raun orðinn alvöru nágrannaslagur. Ég á bara von á því að þetta verði eins og allir hinir leikirnir milli þessara liða, að þetta verði stál í stál og jafn leikur.“
Afturelding varð bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið hafði betur í úrslitaleik gegn Haukum. 25 ár eru liðin frá því að Fram varð síðast bikarmeistari.
„Ég sagði að þegar við unnið þetta síðast, sem var mjög stór ís að brjóta, að þetta myndi hjálpa okkur í framtíðinni og við myndum vinna næsta titil aftur snemma, eða það myndi í það minnsta ekki líða 24 ár á milli titla. Ég vona að þessi reynsla, bæði það að hafa unnið þennan titil fyrir tveimur árum og eins vorum við í úrslitaeinvíginu á síðasta ári og í undanúrslitum þar á undan gefi mönnum þá reynslu sem til þarf í svona bikarvikur,“ segir Gunnar en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.