Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun