Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 11:03 Smíðin er ekki bara starf hún er kjarninn í því að byggja samfélag sem stendur traustum fótum. Hún kennir okkur lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skapandi vinnubrögð. Við verðum að varðveita þessa þekkingu og miðla henni áfram af stolti og eldmóði. Ég lærði húsasmíði því pabbi minn var húsasmíðameistari. Hann kenndi mér gildi þess að skapa með eigin höndum. Sú þekking hefur fylgt mér í öllu sem ég hef gert. Það er ekki nóg að treysta á skólakerfið foreldrar þurfa líka að miðla smíðaþekkingunni til yngri kynslóða. Ég man þegar ég var yngri, það var auðvelt að skrá sig á smíðanámskeið. En hvar eru þessi námskeið núna? Þau eru að hverfa það er orðið sjaldgæft að kennarar velji að sérhæfa sig í smíðakennslu en án þeirra, hver kennir næstu kynslóð? Afleiðingar þess að smíðamenntun hverfi Ef enginn lærir lengur smíðar, hvað gerist þá? Hver mun reisa húsin sem vernda okkur? Hver mun smíða húsgögnin sem við notum? Hver mun viðhalda því sem nú þegar er til? Heimur án smiða er heimur án lausna, án sjálfstæðis, án getu til að skapa. Við verðum háð fjöldaframleiðslu og innflutningi og það er ekki framtíð sem við viljum. Smíðakennsla sem börn elska Ég kenndi sjálfur smíðar í eitt ár og var mjög heppinn að vera í góðum skóla þar sem virðing var borin fyrir smíðum. Mörg metnaðarfull verkefni litu dagsins ljós. Eitt af stærstu og skemmtilegustu verkefnunum var smíði víkingaskips, unnin af fimm unglingum. Þeir unnu saman að því að hanna, saga og setja skipið saman. Verkefnið krafðist nákvæmni, úthalds og skapandi hugsunar. Að lokum var skipið sjósett og sigldi það niður fljótið. Þetta var einstakt verkefni sem sýndi hvernig smíðar geta verið lifandi og spennandi námsleið sem tengir saman handverk og hefð. Eiffel-turninn var annað stórt verkefni sem nemendur unnu í samstarfi við FabLab smiðjuna á Akureyri. Þar fengu þeir kynningu á stafrænum trésmíðavélum og lærðu hvernig tækni og handverk geta farið saman. Turninn var fræstur í stafrænum tréskurðarvélum og vakti mikla athygli. Svo mikla athygli að forseti Íslands bauð nemendum í heimsókn á Bessastaði með turninn, þar sem hann var formlega afhentur sem tákn um nýsköpun í verkmenntun. Það er gríðarlega mikilvægt að kynna nemendum á grunnskólastigi fyrir nýjustu tækni í trésmíði, eins og laserskurðarvélum og stafrænum tréskurðarvélum. Þessi tækni eykur skilning þeirra á samspili handverks og hátækni, og undirbýr þau fyrir fjölbreytt störf framtíðarinnar. Einnig er mikilvægt að innleiða smíðakennslu þar sem börn læra að hanna og smíða sín eigin leikföng, sem ýtir undir sköpunargleði og sjálfstæða hugsun. Fjárfesting í kennurum og Handverkslestinni Til að tryggja sterka framtíð smíðakennslu og handverks þarf að fjárfesta í kennurum, aðstöðu og menntun. Smíðakennarar leggja mikið á sig til að veita nemendum hvetjandi og fjölbreytta kennslu. Þeir þurfa betri stuðning, bæði með auknum fjárveitingum og aðgangi að nýjustu kennsluaðferðum. Við þurfum einnig að tryggja að kennarar hafi aðgang að sameiginlegum verkefnagrunni sem býður upp á fjölbreytt, skapandi og hvetjandi verkefni fyrir nemendur. Handverkslestin er nýjung sem gæti verið lykill að því að auka sýnileika handverks í samfélaginu. Lestin myndi ferðast um landið með fallegt handverk og metnaðarfull verkefni, heimsækja leikskóla og grunnskóla og veita börnum tækifæri til að kynnast handverki af eigin raun. Meðal verkefna sem Handverkslestin myndi kynna væru meðal annars tréútskurður frá Siggu á Grund, Eiffel-turninn smíðaður af grunnskólanemendum og jólasleði í fullri stærð. Lestin myndi bjóða upp á lifandi sýnikennslu þar sem börn gætu prófað handverk sjálf, lært af reyndum handverksmönnum og fengið innblástur til að skapa eigið verk. Við verðum að leiða breytingarnar Við sem þjóð verðum að kalla eftir þessum breytingum og vera leiðandi í að byggja upp framtíð verkmenntunar. Smiðir og handverksfólk þurfa að taka frumkvæði í þessari þróun, bjóða upp á námskeið, auka sýnileika handverks og skapa tækifæri fyrir unga iðnaðarmenn. Við getum ekki beðið lengur eftir breytingum við sem þjóð skulum leiða þessar mikilvægu umbreytingar. Við megum ekki gleymast í heimi tölvukóða og skýjaþjónustu án þess að muna að raunverulegur heimur er byggður af höndum okkar. Nú er tíminn til að standa saman, endurvekja virðingu fyrir verkmenntun og tryggja að smíðin lifi áfram. Við þurfum að sjá breytingar, og við þurfum að sjá þær núna. Sendum börnin á smíðanámskeið. Gerum eitthvað í dag – framtíðin okkar er í húfi. Höfundur er töframaður og húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Smíðin er ekki bara starf hún er kjarninn í því að byggja samfélag sem stendur traustum fótum. Hún kennir okkur lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skapandi vinnubrögð. Við verðum að varðveita þessa þekkingu og miðla henni áfram af stolti og eldmóði. Ég lærði húsasmíði því pabbi minn var húsasmíðameistari. Hann kenndi mér gildi þess að skapa með eigin höndum. Sú þekking hefur fylgt mér í öllu sem ég hef gert. Það er ekki nóg að treysta á skólakerfið foreldrar þurfa líka að miðla smíðaþekkingunni til yngri kynslóða. Ég man þegar ég var yngri, það var auðvelt að skrá sig á smíðanámskeið. En hvar eru þessi námskeið núna? Þau eru að hverfa það er orðið sjaldgæft að kennarar velji að sérhæfa sig í smíðakennslu en án þeirra, hver kennir næstu kynslóð? Afleiðingar þess að smíðamenntun hverfi Ef enginn lærir lengur smíðar, hvað gerist þá? Hver mun reisa húsin sem vernda okkur? Hver mun smíða húsgögnin sem við notum? Hver mun viðhalda því sem nú þegar er til? Heimur án smiða er heimur án lausna, án sjálfstæðis, án getu til að skapa. Við verðum háð fjöldaframleiðslu og innflutningi og það er ekki framtíð sem við viljum. Smíðakennsla sem börn elska Ég kenndi sjálfur smíðar í eitt ár og var mjög heppinn að vera í góðum skóla þar sem virðing var borin fyrir smíðum. Mörg metnaðarfull verkefni litu dagsins ljós. Eitt af stærstu og skemmtilegustu verkefnunum var smíði víkingaskips, unnin af fimm unglingum. Þeir unnu saman að því að hanna, saga og setja skipið saman. Verkefnið krafðist nákvæmni, úthalds og skapandi hugsunar. Að lokum var skipið sjósett og sigldi það niður fljótið. Þetta var einstakt verkefni sem sýndi hvernig smíðar geta verið lifandi og spennandi námsleið sem tengir saman handverk og hefð. Eiffel-turninn var annað stórt verkefni sem nemendur unnu í samstarfi við FabLab smiðjuna á Akureyri. Þar fengu þeir kynningu á stafrænum trésmíðavélum og lærðu hvernig tækni og handverk geta farið saman. Turninn var fræstur í stafrænum tréskurðarvélum og vakti mikla athygli. Svo mikla athygli að forseti Íslands bauð nemendum í heimsókn á Bessastaði með turninn, þar sem hann var formlega afhentur sem tákn um nýsköpun í verkmenntun. Það er gríðarlega mikilvægt að kynna nemendum á grunnskólastigi fyrir nýjustu tækni í trésmíði, eins og laserskurðarvélum og stafrænum tréskurðarvélum. Þessi tækni eykur skilning þeirra á samspili handverks og hátækni, og undirbýr þau fyrir fjölbreytt störf framtíðarinnar. Einnig er mikilvægt að innleiða smíðakennslu þar sem börn læra að hanna og smíða sín eigin leikföng, sem ýtir undir sköpunargleði og sjálfstæða hugsun. Fjárfesting í kennurum og Handverkslestinni Til að tryggja sterka framtíð smíðakennslu og handverks þarf að fjárfesta í kennurum, aðstöðu og menntun. Smíðakennarar leggja mikið á sig til að veita nemendum hvetjandi og fjölbreytta kennslu. Þeir þurfa betri stuðning, bæði með auknum fjárveitingum og aðgangi að nýjustu kennsluaðferðum. Við þurfum einnig að tryggja að kennarar hafi aðgang að sameiginlegum verkefnagrunni sem býður upp á fjölbreytt, skapandi og hvetjandi verkefni fyrir nemendur. Handverkslestin er nýjung sem gæti verið lykill að því að auka sýnileika handverks í samfélaginu. Lestin myndi ferðast um landið með fallegt handverk og metnaðarfull verkefni, heimsækja leikskóla og grunnskóla og veita börnum tækifæri til að kynnast handverki af eigin raun. Meðal verkefna sem Handverkslestin myndi kynna væru meðal annars tréútskurður frá Siggu á Grund, Eiffel-turninn smíðaður af grunnskólanemendum og jólasleði í fullri stærð. Lestin myndi bjóða upp á lifandi sýnikennslu þar sem börn gætu prófað handverk sjálf, lært af reyndum handverksmönnum og fengið innblástur til að skapa eigið verk. Við verðum að leiða breytingarnar Við sem þjóð verðum að kalla eftir þessum breytingum og vera leiðandi í að byggja upp framtíð verkmenntunar. Smiðir og handverksfólk þurfa að taka frumkvæði í þessari þróun, bjóða upp á námskeið, auka sýnileika handverks og skapa tækifæri fyrir unga iðnaðarmenn. Við getum ekki beðið lengur eftir breytingum við sem þjóð skulum leiða þessar mikilvægu umbreytingar. Við megum ekki gleymast í heimi tölvukóða og skýjaþjónustu án þess að muna að raunverulegur heimur er byggður af höndum okkar. Nú er tíminn til að standa saman, endurvekja virðingu fyrir verkmenntun og tryggja að smíðin lifi áfram. Við þurfum að sjá breytingar, og við þurfum að sjá þær núna. Sendum börnin á smíðanámskeið. Gerum eitthvað í dag – framtíðin okkar er í húfi. Höfundur er töframaður og húsasmiður.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun