Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2025 13:50 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira