Séra Vigfús Þór Árnason látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. febrúar 2025 08:32 Séra Vigfús Þór Árnason er látinn, 78 ára að aldri. Grafarvogskirkja Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa. Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa.
Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira