Séra Vigfús Þór Árnason látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. febrúar 2025 08:32 Séra Vigfús Þór Árnason er látinn, 78 ára að aldri. Grafarvogskirkja Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa. Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa.
Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira