„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. mars 2025 10:02 Guðmundur Einar hefur uppistandssýningu sína á alvöru sjónarspili. „Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili. Þrátt fyrir að um sé að ræða hans fyrstu uppistandssýningu er Guðmundur Einar enginn nýgræðingur á sviðinu. Hann hefur um árabil vakið athygli á sviði með sviðslistahópnum Improv Islands og leikstýrt, leikið í, skrifað og klippt grínþættina Kanarí sem sýndir voru á RÚV svo fátt eitt sé nefnt. Lengi með Lítinn töffara í maganum „Þetta er þannig að á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig,“ segir Guðmundur Einar hlæjandi í samtali við Vísi sem bætir því við að hann hafi unnið í að skrifa Lítinn töffara undanfarin tvö ár. „Fyrst samdi ég einhverjar tuttugu mínútur af efni og var mjög stressaður fyrir því að flytja það fyrir prufuhópi, það gekk vel og þá varð maður rólegur. Svo samdi ég aðrar tuttugu mínútur og þá varð maður aftur stressaður eins og í fyrra skiptið en gekk aftur vel. Þannig að fyrir frumsýninguna var ég eiginlega bara chillaður, þó kærastan mín myndi líklega ekki fallast á það.“ Guðmundur Einar í fangi sonar síns. Guðmundur frumsýndi verkið þann 7. febrúar síðastliðinn í Tjarnarbíói og eins og sakir standa stefnir í að lokasýning fari fram 6. mars. Á plakati sýningarinnar má sjá Guðmund Einar í líki barns í fangi fullorðins einstaklings sem á er lítið barn. Svo vill til að þar er á ferðinni nýfæddur sonur Guðmundar. „Þannig að nafnið vísar í son minn en vísar líka í að ég ræði uppeldi mitt, baráttuna við að vera töff og eigin nördasögur. Mér fannst þetta grípandi nafn en líka asnalegt á sama tíma. Þetta er semsagt ekki barnasýning, ef einhverjir halda það,“ segir hann hlæjandi. Byrjar sýninguna á alvöru sjónarspili Athygli vekur að Guðmundur Einar byrjar uppistandið á krafti með heldur óhefðbundnu sjónarspili þar sem óhætt er að segja að reyni á líkamlegt atgervi Guðmundar, án þess að meira verði gefið upp. „Mér líður eins og þetta sé smá sprengja, en ég átta mig ekki á því hvort það sé gott. Ég man ekki hvenær mér datt þetta í hug, en kærastan átti þar hlut að máli. Ég man að mig langaði til að byrja á að syngja,“ útskýrir Guðmundur Einar. Hann bætti svo um betur og gerir ýmislegt fleira á sviðinu. „Þetta er allt saman augljóslega mjög asnalegt, þannig ég er ánægður með þetta! Svo getur maður í rauninni ekkert verið með sviðsskrekk eftir að maður hefur gert þetta.“ Húmorinn gott vopn gegn erfiðleikum Í sýningunni opnar Guðmundur Einar sig meðal annars um erfiðleika hans og kærustunnar hans við barneignir en þau eignuðust son sinn með aðstoð gervifrjóvgunar. Hann segir þau hafa haft húmor fyrir ferlinu, sem eðli málsins samkvæmt hafi tekið á. „Við grínuðumst með þetta á meðan ferlinu stóð og ég skrifaði mikið af því niður og mikið með henni. Svo flutti ég mikið af bröndurunum fyrir hana og hún gúdderaði náttúrulega allt en sumt vorum við sammála um að væri kannski aðeins of mikið. Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið? En ég held ekki, mér líður vel með þetta og ég vona að þetta reynist öðrum í sömu sporum hjálplegt, manni langar allavega að vona það.“ Guðmundur Einar beitir húmornum óspart. Þannig bætir Guðmundur því við að húmorinn geti reynst gott vopn í erfiðum aðstæðum. Hann segist vita sem er að það sé klisja, en hann noti húmorinn óspart til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum. Eftir á upplifi hann einskonar hreinsunartilfinningu. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við fyrstu tveimur sýningunum og hvetur fólk til þess að missa ekki af þriðju og mögulega síðustu sýningunni. „Það er kosturinn við þetta listform, það fer ekkert á milli mála þegar gengur vel,“ segir Guðmundur Einar sem segist hvetja alla sem mögulega hafa uppistandara í maganum til þess að slá til. „Ég bjó sjálfur að því að hafa komið fram mörgum sinnum áður, meðal annars með Improv Íslands. En þetta var náttúrulega risaskref fyrir mig að setja á fót eigin sýningu og ég myndi segja öllum sem mögulega dreymir um að gera standöpp, að gera það, alveg hundrað prósent. Ég hef talað við marga uppistandara og ekki hitt neinn sem sagðist ekki hafa verið mjög stressaður fyrir fyrsta uppistandið. Það er engin skömm í því og um að gera að ganga inn í óttann.“ Grín og gaman Leikhús Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrátt fyrir að um sé að ræða hans fyrstu uppistandssýningu er Guðmundur Einar enginn nýgræðingur á sviðinu. Hann hefur um árabil vakið athygli á sviði með sviðslistahópnum Improv Islands og leikstýrt, leikið í, skrifað og klippt grínþættina Kanarí sem sýndir voru á RÚV svo fátt eitt sé nefnt. Lengi með Lítinn töffara í maganum „Þetta er þannig að á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig,“ segir Guðmundur Einar hlæjandi í samtali við Vísi sem bætir því við að hann hafi unnið í að skrifa Lítinn töffara undanfarin tvö ár. „Fyrst samdi ég einhverjar tuttugu mínútur af efni og var mjög stressaður fyrir því að flytja það fyrir prufuhópi, það gekk vel og þá varð maður rólegur. Svo samdi ég aðrar tuttugu mínútur og þá varð maður aftur stressaður eins og í fyrra skiptið en gekk aftur vel. Þannig að fyrir frumsýninguna var ég eiginlega bara chillaður, þó kærastan mín myndi líklega ekki fallast á það.“ Guðmundur Einar í fangi sonar síns. Guðmundur frumsýndi verkið þann 7. febrúar síðastliðinn í Tjarnarbíói og eins og sakir standa stefnir í að lokasýning fari fram 6. mars. Á plakati sýningarinnar má sjá Guðmund Einar í líki barns í fangi fullorðins einstaklings sem á er lítið barn. Svo vill til að þar er á ferðinni nýfæddur sonur Guðmundar. „Þannig að nafnið vísar í son minn en vísar líka í að ég ræði uppeldi mitt, baráttuna við að vera töff og eigin nördasögur. Mér fannst þetta grípandi nafn en líka asnalegt á sama tíma. Þetta er semsagt ekki barnasýning, ef einhverjir halda það,“ segir hann hlæjandi. Byrjar sýninguna á alvöru sjónarspili Athygli vekur að Guðmundur Einar byrjar uppistandið á krafti með heldur óhefðbundnu sjónarspili þar sem óhætt er að segja að reyni á líkamlegt atgervi Guðmundar, án þess að meira verði gefið upp. „Mér líður eins og þetta sé smá sprengja, en ég átta mig ekki á því hvort það sé gott. Ég man ekki hvenær mér datt þetta í hug, en kærastan átti þar hlut að máli. Ég man að mig langaði til að byrja á að syngja,“ útskýrir Guðmundur Einar. Hann bætti svo um betur og gerir ýmislegt fleira á sviðinu. „Þetta er allt saman augljóslega mjög asnalegt, þannig ég er ánægður með þetta! Svo getur maður í rauninni ekkert verið með sviðsskrekk eftir að maður hefur gert þetta.“ Húmorinn gott vopn gegn erfiðleikum Í sýningunni opnar Guðmundur Einar sig meðal annars um erfiðleika hans og kærustunnar hans við barneignir en þau eignuðust son sinn með aðstoð gervifrjóvgunar. Hann segir þau hafa haft húmor fyrir ferlinu, sem eðli málsins samkvæmt hafi tekið á. „Við grínuðumst með þetta á meðan ferlinu stóð og ég skrifaði mikið af því niður og mikið með henni. Svo flutti ég mikið af bröndurunum fyrir hana og hún gúdderaði náttúrulega allt en sumt vorum við sammála um að væri kannski aðeins of mikið. Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið? En ég held ekki, mér líður vel með þetta og ég vona að þetta reynist öðrum í sömu sporum hjálplegt, manni langar allavega að vona það.“ Guðmundur Einar beitir húmornum óspart. Þannig bætir Guðmundur því við að húmorinn geti reynst gott vopn í erfiðum aðstæðum. Hann segist vita sem er að það sé klisja, en hann noti húmorinn óspart til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum. Eftir á upplifi hann einskonar hreinsunartilfinningu. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við fyrstu tveimur sýningunum og hvetur fólk til þess að missa ekki af þriðju og mögulega síðustu sýningunni. „Það er kosturinn við þetta listform, það fer ekkert á milli mála þegar gengur vel,“ segir Guðmundur Einar sem segist hvetja alla sem mögulega hafa uppistandara í maganum til þess að slá til. „Ég bjó sjálfur að því að hafa komið fram mörgum sinnum áður, meðal annars með Improv Íslands. En þetta var náttúrulega risaskref fyrir mig að setja á fót eigin sýningu og ég myndi segja öllum sem mögulega dreymir um að gera standöpp, að gera það, alveg hundrað prósent. Ég hef talað við marga uppistandara og ekki hitt neinn sem sagðist ekki hafa verið mjög stressaður fyrir fyrsta uppistandið. Það er engin skömm í því og um að gera að ganga inn í óttann.“
Grín og gaman Leikhús Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira