Innlent

Mal­bik flettist af og grjót á víð og dreif

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Göngustígurinn í Skerjafirði í morgun. 
Göngustígurinn í Skerjafirði í morgun.  Ólafur William Hand

Grjót skaust marga metra upp á land og malbik flettist af göngustíg í Skerjafirði í vonskuveðrinu í nótt. Íbúi til tólf ára segist ekki hafa séð annað eins. 

„Það gekk á með helvíti góðum hviðum. Ég sá í morgun að það voru vel góðir steinar sem höfðu farið tíu til fimmtán metra inn á grasbletti,“ segir Ólafur William Hand íbúi í Skerjafirði. Hann segir malbik hafa rifnað upp á einum stað á göngustígnum. 

Malbik rifnaði upp á göngustígnum. Ólafur William Hand

„Það er sem betur fer langt í húsin þannig að það var engin hætta þar en ég hefði ekki viljað vera að ganga á þessum stíg í nótt. Það er alveg ljóst.“

Hann segist ekki hafa séð annað eins þau tólf ár sem hann hefur búið í hverfinu en íbúi til lengri tíma segi slíkt gerast annað slagið. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Veitna hafi þegar verið mætt á svæðið í morgun til að bregðast við. 

„En það er örugglega einhverra daga vinna að moka þessu í burtu,“ segir Ólafur. 

Göngustígurinn í Skerjafirði í morgun.Ólafur William Hand

Uppfært 13:10: Þegar tökumann fréttastofu bar að garði til að mynda herlegheitin hafði flætt verulega yfir grasblettinn og þang var á víð og dreif um blettinn og göngustíginn. Myndefnið má sjá hér að neðan. 

Stærðarinnar grjót skaust á göngustíginn. Ólafur William Hand
Ólafur William Hand



Fleiri fréttir

Sjá meira


×