Körfubolti

Tryggvi og fé­lagar fjar­lægjast fallsvæðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum gegn Tyrklandi um síðustu helgi. Íslendingar unnu Tyrki og tryggðu sér þar með sæti á Evrópumótinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum gegn Tyrklandi um síðustu helgi. Íslendingar unnu Tyrki og tryggðu sér þar með sæti á Evrópumótinu. vísir/anton

Bilbao Basket, sem landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason leikur með, vann mikilvægan sigur á Basquet Girona, 96-83, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Bilbao er í 12. sæti deildarinnar með sextán stig, nú fjórum stigum frá fallsæti.

Tryggvi var í byrjunarliði Bilbao og lék í rúmar nítján mínútur. Hann skoraði tvö stig og tók sjö fráköst. Enginn í liði heimamanna hirti fleiri fráköst en Tryggvi.

Fyrir viku tryggðu Tryggvi og félagar í íslenska landsliðinu sér sæti á EM með sigri á Tyrkjum, 83-71. Tryggvi var svo mættur í slaginn með Bilbao í dag.

Í vetur er Tryggvi með 8,1 stig, 6,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni.

Tryggvi hefur leikið á Spáni frá 2017 en hann gekk í raðir Bilbao fyrir tveimur árum. Áður lék hann með Valencia, Obradoiro og Zaragoza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×