Fótbolti

Kristianstad byrjar vel í bikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katla Tryggvadóttir er nýr fyrirliði Kristianstad.
Katla Tryggvadóttir er nýr fyrirliði Kristianstad. kristianstad

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Kristianstad sem vann 2-1 sigur á AIK í fyrsta leik sínum í riðli 4 í sænsku bikarkeppninni í fótbolta.

Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad í dag. Sú síðastnefnda var nýlega gerð að fyrirliða Kristianstad þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára.

Staðan í hálfleik í leiknum í dag var markalaus. Á 59. mínútu kom Remy Siemsen Kristianstad yfir og níu mínútum síðar jók Alice Nilsson forskotið í 2-0.

Ella Reidy minnkaði muninn á 74. mínútu en nær komst AIK ekki. Kristianstad fagnaði því góðum sigri, 2-1.

Leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum í sænsku bikarkeppninni. Sigurvegarar riðlanna fjögurra komast í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×