Körfubolti

„Niður­drepandi og leiðin­legar fréttir“

Aron Guðmundsson skrifar
Greg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs
Greg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs Vísir/Getty

Rætt var um fjar­veru Greg Popo­vich, þjálfara San Antonio Spurs, í þættinum Lög­mál leiksins sem er á dag­skrá Stöðvar 2 sport í kvöld.

Popo­vich, sem hefur heldur betur gert garðinn frægan sem þjálfari í NBA deildinni í gegnum tíðina, mun ekki snúa aftur á hliðar­línunna á yfir­standandi tíma­bili eftir að hafa fengið heila­blóð­fall. Þá er óvíst með fram­haldið á hans þjálfara­ferli.

Rætt var um sigursæla sögu Popo­vich í NBA þættinum Lög­mál leiksins og hann sagður eins konar Pep Guar­diola körfu­boltans. Þá höfðu menn áhyggjur af fram­haldinu hjá San Antonio Spurs í ljósi þessara frétta.

Lögmál leiksins verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld klukkan átta. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×