Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2025 22:24 Ryan Yates og félagar í Nottingham Forest eru komnir áfram í átta liða úrslit enska bikarsins en hér fagnar hann marki sínu í leiknum á móti Ipswich Town í kvöld. Getty/Michael Regan Nottingham Forest varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta en þá kláruðust sextán liða úrslitin. Forest menn unnu þá 5-4 sigur á Ipswich Town í vítakeppni og fá að launum leik á móti Brighton & Hove Albion á útivelli í átta liða úrslitunum. Þetta er önnur umferðin í röð í bikarnum þar sem Nottingham Forest fagnar sigri í vítakeppni en liðið vann Exeter City í vítakeppni í 32 liða úrslitunum. Matz Sels, belgíski markvörður Nottingham Forest, var hetjan því hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Ipswich en fram að því höfðu allir skorað úr sínum vítaspyrnum. Jack Taylor, miðjumaður Ipswich, var skúrkur kvöldsins en spyrna hans var alls ekki nógu góð og Sels varði hana örugglega. George Hirst kom Ipswich í 1-0 á 53. mínútu með skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu frá Ben Johnson. Ipswich var yfir í fimmtán mínútur eða þar til að Ryan Yates skallaði inn fyrirgjöf Anthony Elanga á 68. mínútu. Staðan var því jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar var ekkert skorað og úrslitin réðust því í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Nottingham Forest 5-4 Ipswich Town 1-0 Chris Wood, Nottingham Forest - mark 1-1 Sam Morsy, Ipswich Town - mark 2-1 Morgan Gibbs-White, Nottingham Forest - mark 2-2 Liam Delap, Ipswich Town - mark 3-2 Elliot Anderson, Nottingham Forest - mark 3-3 Jens-Lys Cajuste, Ipswich Town - mark 4-3 Neco Williams, Nottingham Forest - mark 4-4 Ben Johnson, Ipswich Town - mark 5-4 Callum Hudson-Odoi, Nottingham Forest - mark 5-4 Jack Taylor, Ipswich Town - varið Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Forest menn unnu þá 5-4 sigur á Ipswich Town í vítakeppni og fá að launum leik á móti Brighton & Hove Albion á útivelli í átta liða úrslitunum. Þetta er önnur umferðin í röð í bikarnum þar sem Nottingham Forest fagnar sigri í vítakeppni en liðið vann Exeter City í vítakeppni í 32 liða úrslitunum. Matz Sels, belgíski markvörður Nottingham Forest, var hetjan því hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Ipswich en fram að því höfðu allir skorað úr sínum vítaspyrnum. Jack Taylor, miðjumaður Ipswich, var skúrkur kvöldsins en spyrna hans var alls ekki nógu góð og Sels varði hana örugglega. George Hirst kom Ipswich í 1-0 á 53. mínútu með skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu frá Ben Johnson. Ipswich var yfir í fimmtán mínútur eða þar til að Ryan Yates skallaði inn fyrirgjöf Anthony Elanga á 68. mínútu. Staðan var því jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Þar var ekkert skorað og úrslitin réðust því í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Nottingham Forest 5-4 Ipswich Town 1-0 Chris Wood, Nottingham Forest - mark 1-1 Sam Morsy, Ipswich Town - mark 2-1 Morgan Gibbs-White, Nottingham Forest - mark 2-2 Liam Delap, Ipswich Town - mark 3-2 Elliot Anderson, Nottingham Forest - mark 3-3 Jens-Lys Cajuste, Ipswich Town - mark 4-3 Neco Williams, Nottingham Forest - mark 4-4 Ben Johnson, Ipswich Town - mark 5-4 Callum Hudson-Odoi, Nottingham Forest - mark 5-4 Jack Taylor, Ipswich Town - varið
Vítaspyrnukeppnin: Nottingham Forest 5-4 Ipswich Town 1-0 Chris Wood, Nottingham Forest - mark 1-1 Sam Morsy, Ipswich Town - mark 2-1 Morgan Gibbs-White, Nottingham Forest - mark 2-2 Liam Delap, Ipswich Town - mark 3-2 Elliot Anderson, Nottingham Forest - mark 3-3 Jens-Lys Cajuste, Ipswich Town - mark 4-3 Neco Williams, Nottingham Forest - mark 4-4 Ben Johnson, Ipswich Town - mark 5-4 Callum Hudson-Odoi, Nottingham Forest - mark 5-4 Jack Taylor, Ipswich Town - varið
Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira