Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar 4. mars 2025 13:33 Fjármálafyrirtækið Rapyd er mjög þjóðernissinnað og herskátt ísraelskt fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðum Ísraela í Palestínu og tekur einnig beinan þátt í hernaði Ísraels á Gaza. Rapyd keypti íslenska fyrirtækið Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Útibúið á Íslandi er alfarið í eigu Rapyd og stjórnarformaður þess er jafnframt forstjóri Rapyd í Ísrael. Hann sagði nýlega í viðtali að Rapyd hefði tapað umtalsverðum viðskiptum vegna sniðgöngu en að hann sé stoltur af afstöðu fyrirtækisins og ef viðskiptavinir vilji fara frá Rapyd vegna þessa þá sé það í góðu lagi. Úrskurður Alþjóðadómstólsins Árið 2022 var Ísland eitt þeirra landa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem beindi spurningum til Alþjóðadómstólsins í Haag vegna hernumdu svæða Ísraels í Palestínu. Síðastliðið haust skilaði dómstóllinn niðurstöðu þar sem segir afdráttarlaust að hernám Ísraels á Palenstísku landi sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum. Samkvæmt úrskurði dómstólsins ber öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna skylda til að leita allra leiða sem þau hafa yfir að ráða til að binda enda á þetta ólöglega hernám - og þau mega ekki gera neitt sem styður eða styrkir yfirráð Ísraels á hernumdu svæðunum. Viðskipti við Rapyd, sem starfar á hernumdu svæðunum, er því brot á þessum úrskurði dómstólsins því slík viðskipti styðja og styrkja ólögleg yfirráð Ísraels á ólöglega herteknu landi. Íslensk fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eiga lögum samkvæmt að starfa í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og mega því ekki skipta við fyrirtæki sem reka starfsemi á hernumdu svæðunum eins og ísraelska fyrirtækið Rapyd gerir - því þannig styðja þau og styrkja þetta ólöglega hernám. Viðvaranir frá mörgum löndum Síðasta sumar, áður en úrskurður Alþjóða dómstólsins kom, ítrekaði norska utanríkisráðuneytið aðvörun til fyrirtækja um að með því að eiga viðskipti við fyrirtæki sem starfa á hernumdu svæðum Ísraels í Palestínu væru þau að brjóta alþjóðalög þar á meðal um mannréttindi. Sams konar viðvaranir hefur Evrópusambandið og mörg ríki gefið út. Þessar aðvaranir eiga líka við um íslenska lögaðila. Það er grafalvarlegt ef fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök ganga gegn alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands og slík mál geta vel endað fyrir dómstólum. Rapyd tekur beinan þátt í manndrápunum Ísraelska fyrirtækið Rapyd tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza og vinnur með ísraelska hernum í þessu stríði sem hjálpar- og mannréttindasamtök eins og Amnesty International segja að sé þjóðarmorð. Bein þáttaka Rapyd í manndrápunum á Gaza miðar að því að viðhalda og styrkja hernám Ísraels á hernumdu palestínsku landi og er því augljóst brot á úrskurði Alþjóðadómstólsins. Þess vegna mega stofnanir, fyrirtæki eða félagasamtök á Íslandi ekki eiga viðskipti við Rapyd samkvæmt úrskurði dómstólsins. Margar brýnar ástæður En það eru fleiri brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd eins og vel á fimmta hundruð íslenskra fyrirtækja hafa þegar gert samkvæmt vefsíðunni hirdir.is þar sem almenningur fylgist með viðskiptum fyrirtækja við Rapyd. Áhætta Orðsporsáhætt þeirra aðila sem skipta við Rapyd er mikil. Alþjóðadómstóllinn sagði í bráðabirgðaúrskurði á síðasta ári að stríðið á Gaza sé sennilega þjóðarmorð. Endanlegur úrskurður dómstólsins er væntanlegur. Það væri ljótur blettur á sögu hvaða fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka sem er að hafa átt viðskipti við fyrirtæki sem er sekt um þáttöku í þjóðarmorði. Vitandi vel að sú sé raunin. Sú saga er vel skráð og mun ekki gleymast. Nýir Íslendingar Fjöldi fólks frá Palestínu hefur fengið hæli á Íslandi og er nú hluti af okkar samfélagi. Það er ekki siðferðilega verjandi að bjóða þessu fólki upp á að eiga viðskipti við opinberar stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki á Íslandi í gegnum ísraelska fyrirtækið Rapyd sem tekur beinan þátt í stríði gegn fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum á Gaza. Við getum sjálf sett okkur í þau spor. Mikill meirihluti Íslendinga vill ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd Samkvæmt könnun vill mikill meirihluti Íslendinga ekki eiga nein viðskipti við þau fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem skipta við Rapyd ganga því þvert gegn vilja almennings með því að skipta við Ísraelskt fyrirtæki sem mikill meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki eiga nein viðskipti við af samviskuástæðum. Hvers vegna í ósköpunum ættu fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök að ganga gegn einlægum siðferðislegum vilja meirihluta fólksins í landinu? Einfalt að skipta Það er einfalt að skipta um færsluhirði eins og reynsla hundruða íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sýnir. Rökin fyrir því að skipta frekar við íslensk fyrirtæki en hið ísraelska Rapyd eru mörg - og öll góð. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Rapyd er mjög þjóðernissinnað og herskátt ísraelskt fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðum Ísraela í Palestínu og tekur einnig beinan þátt í hernaði Ísraels á Gaza. Rapyd keypti íslenska fyrirtækið Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Útibúið á Íslandi er alfarið í eigu Rapyd og stjórnarformaður þess er jafnframt forstjóri Rapyd í Ísrael. Hann sagði nýlega í viðtali að Rapyd hefði tapað umtalsverðum viðskiptum vegna sniðgöngu en að hann sé stoltur af afstöðu fyrirtækisins og ef viðskiptavinir vilji fara frá Rapyd vegna þessa þá sé það í góðu lagi. Úrskurður Alþjóðadómstólsins Árið 2022 var Ísland eitt þeirra landa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem beindi spurningum til Alþjóðadómstólsins í Haag vegna hernumdu svæða Ísraels í Palestínu. Síðastliðið haust skilaði dómstóllinn niðurstöðu þar sem segir afdráttarlaust að hernám Ísraels á Palenstísku landi sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum. Samkvæmt úrskurði dómstólsins ber öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna skylda til að leita allra leiða sem þau hafa yfir að ráða til að binda enda á þetta ólöglega hernám - og þau mega ekki gera neitt sem styður eða styrkir yfirráð Ísraels á hernumdu svæðunum. Viðskipti við Rapyd, sem starfar á hernumdu svæðunum, er því brot á þessum úrskurði dómstólsins því slík viðskipti styðja og styrkja ólögleg yfirráð Ísraels á ólöglega herteknu landi. Íslensk fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eiga lögum samkvæmt að starfa í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og mega því ekki skipta við fyrirtæki sem reka starfsemi á hernumdu svæðunum eins og ísraelska fyrirtækið Rapyd gerir - því þannig styðja þau og styrkja þetta ólöglega hernám. Viðvaranir frá mörgum löndum Síðasta sumar, áður en úrskurður Alþjóða dómstólsins kom, ítrekaði norska utanríkisráðuneytið aðvörun til fyrirtækja um að með því að eiga viðskipti við fyrirtæki sem starfa á hernumdu svæðum Ísraels í Palestínu væru þau að brjóta alþjóðalög þar á meðal um mannréttindi. Sams konar viðvaranir hefur Evrópusambandið og mörg ríki gefið út. Þessar aðvaranir eiga líka við um íslenska lögaðila. Það er grafalvarlegt ef fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök ganga gegn alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands og slík mál geta vel endað fyrir dómstólum. Rapyd tekur beinan þátt í manndrápunum Ísraelska fyrirtækið Rapyd tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza og vinnur með ísraelska hernum í þessu stríði sem hjálpar- og mannréttindasamtök eins og Amnesty International segja að sé þjóðarmorð. Bein þáttaka Rapyd í manndrápunum á Gaza miðar að því að viðhalda og styrkja hernám Ísraels á hernumdu palestínsku landi og er því augljóst brot á úrskurði Alþjóðadómstólsins. Þess vegna mega stofnanir, fyrirtæki eða félagasamtök á Íslandi ekki eiga viðskipti við Rapyd samkvæmt úrskurði dómstólsins. Margar brýnar ástæður En það eru fleiri brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd eins og vel á fimmta hundruð íslenskra fyrirtækja hafa þegar gert samkvæmt vefsíðunni hirdir.is þar sem almenningur fylgist með viðskiptum fyrirtækja við Rapyd. Áhætta Orðsporsáhætt þeirra aðila sem skipta við Rapyd er mikil. Alþjóðadómstóllinn sagði í bráðabirgðaúrskurði á síðasta ári að stríðið á Gaza sé sennilega þjóðarmorð. Endanlegur úrskurður dómstólsins er væntanlegur. Það væri ljótur blettur á sögu hvaða fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka sem er að hafa átt viðskipti við fyrirtæki sem er sekt um þáttöku í þjóðarmorði. Vitandi vel að sú sé raunin. Sú saga er vel skráð og mun ekki gleymast. Nýir Íslendingar Fjöldi fólks frá Palestínu hefur fengið hæli á Íslandi og er nú hluti af okkar samfélagi. Það er ekki siðferðilega verjandi að bjóða þessu fólki upp á að eiga viðskipti við opinberar stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki á Íslandi í gegnum ísraelska fyrirtækið Rapyd sem tekur beinan þátt í stríði gegn fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum á Gaza. Við getum sjálf sett okkur í þau spor. Mikill meirihluti Íslendinga vill ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd Samkvæmt könnun vill mikill meirihluti Íslendinga ekki eiga nein viðskipti við þau fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem skipta við Rapyd ganga því þvert gegn vilja almennings með því að skipta við Ísraelskt fyrirtæki sem mikill meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki eiga nein viðskipti við af samviskuástæðum. Hvers vegna í ósköpunum ættu fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök að ganga gegn einlægum siðferðislegum vilja meirihluta fólksins í landinu? Einfalt að skipta Það er einfalt að skipta um færsluhirði eins og reynsla hundruða íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sýnir. Rökin fyrir því að skipta frekar við íslensk fyrirtæki en hið ísraelska Rapyd eru mörg - og öll góð. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar