Kennarar samþykkja kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. mars 2025 12:32 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink 92,85 prósent félagsfólks Kennarasambands Íslands samþykkti nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. Kjörsókn var 76 prósent. Sex prósent sögðu nei og eitt prósent atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir. Hinn nýi samningur gildir til 31. mars 2028. Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira