Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að stofna þverpólitíska öryggis- og varnamálanefnd. Vísir Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira