Enski boltinn

„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arne Slot lætur hér Oliver heyra það.
Arne Slot lætur hér Oliver heyra það. Getty/Carl Recine

Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því hvað Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði við Michael Oliver dómara eftir leik Liverpool og Everton.

Everton jafnaði leikinn á ögurstundu og Slot var vægt til orða reiður eftir leik. Hann hellti sér yfir Oliver og dró hvergi undan. Fyrir vikið var hann dæmdur í tveggja leikja bann.

„Arne Slot var mjög grimmur og ógnandi í hegðun eftir leikinn. Er hann tók í hönd dómarans sagði hann dómarann hafa gefið hinu liðinu fokkin allt og vonaði að dómarinn væri stoltur af sjálfum sér,“ segir í skýrslu knattspyrnusambandsins.

„Slot kemur aftur svona mínútu síðar og tekur aftur í hönd Oliver. Þá sagði hann: „Ef við vinnum ekki deildina þá mun ég fokkin kenna þér um.“ Svo öskraði hann á aðstoðardómarann að þessi frammistaða væri til skammar. Fyrir þessa hegðun fékk hann að líta rauða spjaldið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×