Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar 4. mars 2025 17:01 Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Þessir flokkar, Samfylking, Píratar, VG, Flokkur fólksins og Sósíalistar skulda því barnafjölskyldum skýr svör um hversvegna þeir vilja ekki skjóta fleiri stoðum undir leikskólakerfið. Það eina sem sést í nýjum samstarfssáttmála um leikskólamál er að skipa „spretthóp“. En verkefni spretthópsins er einfaldlega að taka við nær fullbúnum tillögum frá hópi sem ég hef leitt frá því í október. Þar unnum við Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar þétt saman. Ég boðaði til mín nær vikulega þá sem máli skiptu innan borgarkerfisins og úr varð aðgerðaáætlun sem hraða mun uppbyggingu plássa um alla borg auk ný forgangsröðun viðhaldsframkvæmda sem miðar að því að koma eldri skólum aftur í rekstur. Hryggjarstykkið í þeim tillögum var að kaupa einingahús undir leikskóladeildir, bjóða út strax og setja niður á lóðum við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest eftir plássum. Þessi áætlun er þegar kostnaðarmetin, fjármögnuð og tímasett og unnin undir minni forystu. Þess vegna er þetta fullkomlega marklaus spretthópur meirihlutans. Tillögurnar eru tilbúnar. Það sem barnafjölskyldur þurfa að vita um áform meirihlutans er að hann er búinn að loka á hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech en viðræður við þessa vinnustaði hafa gengið vel og eru langt komnar. Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er afar leitt að sjá að „meirihlutinn“ sem vill ekki láta kalla sig meirihluta heldur „samstarfsflokka“ hafi ákveðið að láta kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. Það kemur kannski ekki á óvart en nýr meirihluti hefur ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla sem Framsókn reyndi að fá samþykktar í síðasta meirihluta. Þessir flokkar, Samfylking, Píratar, VG, Flokkur fólksins og Sósíalistar skulda því barnafjölskyldum skýr svör um hversvegna þeir vilja ekki skjóta fleiri stoðum undir leikskólakerfið. Það eina sem sést í nýjum samstarfssáttmála um leikskólamál er að skipa „spretthóp“. En verkefni spretthópsins er einfaldlega að taka við nær fullbúnum tillögum frá hópi sem ég hef leitt frá því í október. Þar unnum við Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar þétt saman. Ég boðaði til mín nær vikulega þá sem máli skiptu innan borgarkerfisins og úr varð aðgerðaáætlun sem hraða mun uppbyggingu plássa um alla borg auk ný forgangsröðun viðhaldsframkvæmda sem miðar að því að koma eldri skólum aftur í rekstur. Hryggjarstykkið í þeim tillögum var að kaupa einingahús undir leikskóladeildir, bjóða út strax og setja niður á lóðum við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest eftir plássum. Þessi áætlun er þegar kostnaðarmetin, fjármögnuð og tímasett og unnin undir minni forystu. Þess vegna er þetta fullkomlega marklaus spretthópur meirihlutans. Tillögurnar eru tilbúnar. Það sem barnafjölskyldur þurfa að vita um áform meirihlutans er að hann er búinn að loka á hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech en viðræður við þessa vinnustaði hafa gengið vel og eru langt komnar. Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun