Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 20:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur þegar ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Vísir/Anton Brink Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingartillögum í rekstri ríkisins í janúar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Alls bárust fjögur þúsund umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda með yfir tíu þúsund tillögum. Sumt hægt að meta annað ekki Forsætisráðherra skipaði hagræðingarhóp í lok janúar til að fara yfir allar tillögurnar tíu þúsund og hópurinn skilaði af sér sextíu sparnaðarráðum á blaðamannafundi í dag. Þar kemur fram að verði tillögur hópsins allar að veruleika væri hægt að spara að minnsta kosti ríflega sjötíu milljarða króna til ársins 2030. Líklega mun meira því ekki hafi verið unnt að kostnaðarmeta þær allar á þeim stutta tíma sem hópurinn hafði til að skila af sér. Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður Hagræðingarhópurinn skipti tillögum upp í sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og umbætur í regluverki. Meðal þess sem lagt er til varðandi sameiningar er að lögregluembætti verði sameinuð, héraðsdómstólar, háskólar, Tryggingastofnun og sjúkratryggingar verði sameinuð í eina stöfnun, söfn sameinist og fámennar ríkisstofnanir. Í kaflanum um hagræðingu og aðhald er lagt til að styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir, ráðstöfunarfé ráðherra verði lagt niður, hæstaréttardómurum verði fækkað í fimm, sérstök kjör þeirra við starfslok verði afnumin, hæfnisnefndir í heilbrigðisþjónustu verði lagðar niður og Nýsköpunarsjóðurinn Kría verði lagður niður. Í kafla um umbætur í regluverki kemur m.a. fram að unni verði gegn gullhúðun, létt á jafnlaunavottun, umsækjendur um opinber störf geti óskað eftir nafnleynd og lög um húsmæðraorlof verði afnumin. Forsætisráðherra segist þegar byrjuð að spara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist þegar hafa ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Þá sé fleira á döfinni eins og svokölluð stöðugleikaregla sem þýði að fyrir reglubundnum útgjöldum þarf að vera til tekjustofn sem mætir þeim. „Við erum byrjuð að minnka yfirbyggingu varðandi nefndir ríkisins og ætlum að taka upp stöðuleikareglu. Við erum með sameiningu sjóða undir og síðan eru þarna stærri verkefni sem munu taka lengri tíma eins og sparnaður í opinberum innkaupum. Þá er þarna tillaga um sameiningu lögregluembætta sem ég tel að sé vel þess virði að skoða fyrir suðvesturhornið,“ segir Kristrún. Annar vinnuhópur tekur við tillögunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að sérstakur vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis vinni áfram með tillögurnar. Ráðuneyti taki svo mið af þeirri vinnu við gerð næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2026- 2030. „Þetta mun vissulega taka tíma.Ég ítreka að þetta eru tillögur til ríkisstjórnar. Síðan þarf hver og einn ráðherra að meta þær í samstarfi við sínar stofnanir. Í lok dags er það pólitísk ákvörðun hvað að þessu verður að veruleika,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira