„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2025 15:53 Snorri Másson vakti athygli á úttekt Viðskiptaráðs en þar kemur fram snarbrengluð rekstarstaða íslenskra fjölmiðla. Það eina sem ríkisstjórnin hyggst hins vegar gera, þrátt fyrir hagræðingartillögur, er að lækka þakið á styrkjum til stærstu miðlanna; þeirra einu sem sinna daglegum fréttaflutningi. vísir/vilhelm Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. „Út er komin fróðleg úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Ég vildi vekja athygli þingheims og ríkisstjórnarinnar á henni og lesa það sem kemur fram í þessari úttekt með opnum hug. Staða fjölmiðla á Íslandi er sú að þeir búa við stórkostlega brenglað rekstrarumhverfi,“ sagði Snorri. Einkareknir miðlar lepja dauðann úr skel Vísir greindi í morgun ítarlega frá þessari úttekt Viðskiptaráðs sem sýnir þessa sérkennilega stöðu fjölmiðla. „Ríkismiðillinn gnæfir yfir öllu, vex ár frá ári eins og púkinn á fjósbitanum á meðan einkamiðlar lepja margir dauðann úr skel. Ríkisvaldið ber mikla ábyrgð á þessu ástandi og ríkisstjórnin getur breytt miklu um stöðu Ríkisútvarpsins en það heyrist ekki mikið af slíkum áformum, ekki einu sinni í hinum víðfrægu hagræðingartillögum ríkisstjórnarinnar þótt sannarlega sé þarna tækifæri til hagræðingar,“ sagði Snorri sem áður starfaði sem blaðamaður og þekkir því vel til hvernig kaupin gerast á eyrinni. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður“ Snorri sagði ríkisstjórnina þó ekki alveg verklausa þegar kæmi að fjölmiðlum, hún treystir sér til að „lækka styrkina til stærstu miðlanna sem fá um 100 milljónir hvor, mbl.is og Vísir, vel að merkja vinsælli vefir en vefur Ríkisútvarpsins sem fær sextíufalda upphæð á við þessa miðla. Nú á að lækka þennan bútasaumsstyrk til Morgunblaðsins og Vísis en ekki er greint frá því hvers vegna það er gert.“ Snorri telur þetta áhugavert samhengi hlutanna og sagði að endingu velta fyrir sér því að gera eins og Cato gamli, sem endaði allar ræður á sama hátt: Að endingu legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður,“ sagði Snorri – til að vekja athygli á fáránleika málsins. Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Út er komin fróðleg úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Ég vildi vekja athygli þingheims og ríkisstjórnarinnar á henni og lesa það sem kemur fram í þessari úttekt með opnum hug. Staða fjölmiðla á Íslandi er sú að þeir búa við stórkostlega brenglað rekstrarumhverfi,“ sagði Snorri. Einkareknir miðlar lepja dauðann úr skel Vísir greindi í morgun ítarlega frá þessari úttekt Viðskiptaráðs sem sýnir þessa sérkennilega stöðu fjölmiðla. „Ríkismiðillinn gnæfir yfir öllu, vex ár frá ári eins og púkinn á fjósbitanum á meðan einkamiðlar lepja margir dauðann úr skel. Ríkisvaldið ber mikla ábyrgð á þessu ástandi og ríkisstjórnin getur breytt miklu um stöðu Ríkisútvarpsins en það heyrist ekki mikið af slíkum áformum, ekki einu sinni í hinum víðfrægu hagræðingartillögum ríkisstjórnarinnar þótt sannarlega sé þarna tækifæri til hagræðingar,“ sagði Snorri sem áður starfaði sem blaðamaður og þekkir því vel til hvernig kaupin gerast á eyrinni. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður“ Snorri sagði ríkisstjórnina þó ekki alveg verklausa þegar kæmi að fjölmiðlum, hún treystir sér til að „lækka styrkina til stærstu miðlanna sem fá um 100 milljónir hvor, mbl.is og Vísir, vel að merkja vinsælli vefir en vefur Ríkisútvarpsins sem fær sextíufalda upphæð á við þessa miðla. Nú á að lækka þennan bútasaumsstyrk til Morgunblaðsins og Vísis en ekki er greint frá því hvers vegna það er gert.“ Snorri telur þetta áhugavert samhengi hlutanna og sagði að endingu velta fyrir sér því að gera eins og Cato gamli, sem endaði allar ræður á sama hátt: Að endingu legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður,“ sagði Snorri – til að vekja athygli á fáránleika málsins.
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03