Fótbolti

Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lautaro Martinez fagnar hér marki sínu á móti Feyenoord í Rotterdam í kvöld.
Lautaro Martinez fagnar hér marki sínu á móti Feyenoord í Rotterdam í kvöld. AP/Peter Dejong

Internazionale er í fínum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir útisigur á Feyenoord í Rotterdam í kvöld.

Internazionale vann þá 2-0 sigur á Feyenoord en seinni leikurinn verður síðan spilaður á Ítalíu í næstu viku.

Marcus Thuram kom Inter mönnum í 1-0 á 38. mínútu eftir stoðsendingu frá Nicolo Barella og þannig var staðan í hálfleik.

Lautaro Martinez bætti við öðru marki á 50. mínútu eftir sendingu frá Piotr Zielinski. Flott skot úr teignum hjá Argentínumanninum.

Zielinski fékk síðan kjörið tækifæri til að bæta við þriðja markinu á 65. mínútu en lét þá Timon Wellenreuther, markvörð Feyenoord, verja frá sér vítaspyrnu.

Þetta var því ekki góð vika fyrir hollensku liðin í Meistaradeildinni. PSV Eindhoven var líka á heimavelli en tapaði 7-1 fyrir Arsenal í gær.

Útlitið er vissulega ekki eins slæmt hjá Feyenoord en það verður afar erfitt að vinna upp tveggja marka forskot í Mílanóborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×