Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2025 14:44 Antonio Costa, forseti Evrópuráðsins, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í dag. AP/Omar Havana Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti fyrr í vikunni áætlun ESB um allt að átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum Fyrir fundinn í dag sagði hún þessa daga hafa mikla þýðingu fyrir Evrópu. Heimsálfan stæði frammi fyrir skýrri ógn og þyrfti að geta varið sig og staðið við bak Úkraínumanna en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu er á fundinum. Hún sagði að áætlun ESB myndi styrkja hergagnaiðnað Evrópu og leiða til aukinna fjárfestinga í geiranum. Europe faces a clear and present danger.We must be able to defend ourselves and put Ukraine in a position of strength.ReArmEurope will boost defence spending, strengthen our defence industrial base and push the private sector to invest ↓ https://t.co/hSQwJ9txzh— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 6, 2025 Rússland muni tapa Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og fyrrverandi forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í dag að stríðið í Úkraínu, mikil óvissa í alþjóðamálum og gífurlega umfangsmikil hergagnaframleiðsla Rússlands fæli í sér að ríki Evrópu hefðu engra kosta völ. „Evrópa verður að vera tilbúið í þetta vopnakapplaup og Rússland mun tapa því eins og Sovétríkin gerðu fyrir fjörutíu árum.“ Hann sagði að frá deginum í dag myndi Evrópa vígbúa sig betur og hraðar en Rússland. The war, the geopolitical uncertainty and the new arms race started by Putin have left Europe with no choice. Europe must be ready for this race, and Russia will lose it like the Soviet Union 40 years ago. From today, Europe will arm itself more wisely and faster than Russia.— Donald Tusk (@donaldtusk) March 6, 2025 Bloomberg segir að tillaga Þjóðverja um að breyta fjárlagareglum ESB til að gera aðildarríkjum kleift að auka fjárveitingar til varnarmála hafi notið stuðnings meðal þjóðarleiðtoga sambandsins. Meiri peningar en lítil framleiðsla Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa þó séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vegna upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu og þrýstings frá Bandaríkjamönnum skuldbundu margir leiðtogar NATO-ríkja Evrópu sig árið 2014 til að hækka fjárútlát til varnarmála í að minnsta kosti tvö prósent af vergri landsframleiðslu og gáfu þeir sér tíu ár til að ná því markmiði. Síðan þá hafa mörg af ríkjunum náð því markmiði. Pólverjar hafa til að mynda farið úr 1,88 prósentum árið 2014 í 4,12 prósent árið 2024. Eistar hafa farið úr 1,93 prósentum í 3,43 og Lettar úr 0,94 í 3,15. Finnar fóru úr 1,45 prósetnum í 2,41. Danir úr 1,15 prósentum í 2,41. Norðmenn úr 1,54 prósentum í 2,2 og Svíar úr 1,06 prósentum í 2,14. Króatar, Portúgal, Ítalía, Kanda, Belgía, Lúxemborg, Slóvenía og Spánn eru einu ríkin innan NATO sem hafa ekki farið yfir tvö prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Yfirlit má sjá hér á vef AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir þetta hefur hergagnaiðnaður Evrópu ekki tekið miklum breytingum. Fáar nýjar verksmiðjur hafa verið reistar og á það sama við nýjar framleiðslulínur. Jafnvel eftir innrásina 2022 hefur lítið breyst hjá hergagnaframleiðendum Evrópu, annað en að unnið hefur verið á fleiri vöktum en áður. Í stað þess að framleiðsla hafi aukist mikið, hafa mun fleiri samningar um framleiðslu hergagna eins og skotfæra fyrir stórskotalið og flugskeyti eingöngu leitt til lengri biðtíma eftir afhendingu hergagnanna. Þetta er að mestu rakið til þess að forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa ekki getað gengið að því föstu að um langvarandi breytingu sé að ræða og vegna skorts á opinberu fjármagni. Enginn vill reisa nýjar verksmiðjur fyrir framleiðslu sem ekki liggur fyrir að eftirspurn verði eftir áratug síðar eða jafnvel minna. Óhagkvæm framleiðsla Evrópa á þó vægast sagt mikið verk fyrir höndum og eru fyrir því margar ástæður sem farið verður betur yfir hér að neðan. Embættismenn innan veggja Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins telja að eftir að Rússar hætta stríði þeirra í Úkraínu, muni það taka ríkið frá þremur til sjö árum að byggja her sinn upp að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Þetta er knappur tími til að fara í umfangsmiklar endurbætur á hergagnaiðnaði, samhliða mikilli hernaðaruppbyggingu. Sjá einnig: Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Varnir Evrópu að mörgu leyti óhagkvæmar og er mikil þörf á umfangsmiklum endurbótum þegar kemur að skilvirkni og einföldun. Mun meiri samhæfingu þarf innan Evrópu, bæði varðandi hergagnaframleiðslu og varðandi það hvað er framleitt. Verskmiðjur í mismunandi ríkjum Evrópu eru til að mynda notaðar til að framleiða sömu hergögnin en misskilvirkt. Til dæmis, gætu verið samskonar verksmiðjur í Frakklandi og í Svíþjóð sem framleiða 155mm sprengikúlur fyrir stórskotalið. Áðurnefnd óhagkvæmni felst í því að verksmiðjan í Svíþjóð framleiðir fleiri skot fyrir minni pening en sú franska. Það gæti þó reynst ráðamönnum í Frakklandi erfitt og óvinsælt að loka eða breyta verksmiðjunni, til að auka skilvirkninina, vegna starfa sem breytast eða tapast. Óhagkvæmni sem þessa má finna víða innan hergagnaframleiðslu Evrópu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, er á fundinum í Brussel. Hún hefur talað fyrir mikilli aukningu í fjárútlátum til varnarmála.AP/Harry Nakos Of fjölbreytt hergögn Þá nota herir Evrópu fjölda mismunandi skriðdreka, skotvopna, stórskotaliðsvopna, flugvéla og svo mætti lengi telja. Þetta gerir bæði innviði, birgðakeðjur og viðhald mun flóknara en það þyrfti að vera. Hergagnaiðnaður Evrópu er að mörgu leyti upp á hergagnaiðnað Bandaríkjanna kominn. Það á sérstaklega við á sviði framleiðslu háþróaðra vopna eins og eldflauga, flugskeyta, flugvéla og annarskonar hergagna þar sem notast er við mikið af íhlutum frá Bandaríkjunum. Auk þessa tekur einnig tíma að koma upp aðfangakeðjum. Það er að segja að tryggja framboð stáls, sprengiefna og annarra aðfanga fyrir hergagnaframleiðslu. Sjá einnig: Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Til að fylla upp í skarðið þar til hergagnaiðnaður Evrópu kemst á skriðið, ef það gerist yfir höfuð, gætu ríki Evrópu þurft að leita annað en til Bandaríkjanna. Þar koma ríki eins og Suður-Kórea og Tyrkland til greina. Suðurkóreumenn framleiða til að mynda mikið af stórskotaliðsvopnum sem hafa notið vinsælda víða og hafa Pólverjar til að mynda keypt töluvert af slíkum vopnum þaðan. Ríki Evrópu gætu einnig þurft að draga úr væntingum varðandi hergögn, til að geta frameitt meira, í það minnsta í bili. Að sleppa því að fá sér Ferrari og sætta sig við VW Golf, ef svo má segja. Evrópusambandið Hernaður Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6. mars 2025 12:04 Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 6. mars 2025 08:18 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4. mars 2025 14:32 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti fyrr í vikunni áætlun ESB um allt að átta hundruð milljarða evra aukningu til varnarmála á komandi árum Fyrir fundinn í dag sagði hún þessa daga hafa mikla þýðingu fyrir Evrópu. Heimsálfan stæði frammi fyrir skýrri ógn og þyrfti að geta varið sig og staðið við bak Úkraínumanna en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu er á fundinum. Hún sagði að áætlun ESB myndi styrkja hergagnaiðnað Evrópu og leiða til aukinna fjárfestinga í geiranum. Europe faces a clear and present danger.We must be able to defend ourselves and put Ukraine in a position of strength.ReArmEurope will boost defence spending, strengthen our defence industrial base and push the private sector to invest ↓ https://t.co/hSQwJ9txzh— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 6, 2025 Rússland muni tapa Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og fyrrverandi forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í dag að stríðið í Úkraínu, mikil óvissa í alþjóðamálum og gífurlega umfangsmikil hergagnaframleiðsla Rússlands fæli í sér að ríki Evrópu hefðu engra kosta völ. „Evrópa verður að vera tilbúið í þetta vopnakapplaup og Rússland mun tapa því eins og Sovétríkin gerðu fyrir fjörutíu árum.“ Hann sagði að frá deginum í dag myndi Evrópa vígbúa sig betur og hraðar en Rússland. The war, the geopolitical uncertainty and the new arms race started by Putin have left Europe with no choice. Europe must be ready for this race, and Russia will lose it like the Soviet Union 40 years ago. From today, Europe will arm itself more wisely and faster than Russia.— Donald Tusk (@donaldtusk) March 6, 2025 Bloomberg segir að tillaga Þjóðverja um að breyta fjárlagareglum ESB til að gera aðildarríkjum kleift að auka fjárveitingar til varnarmála hafi notið stuðnings meðal þjóðarleiðtoga sambandsins. Meiri peningar en lítil framleiðsla Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa þó séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vegna upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu og þrýstings frá Bandaríkjamönnum skuldbundu margir leiðtogar NATO-ríkja Evrópu sig árið 2014 til að hækka fjárútlát til varnarmála í að minnsta kosti tvö prósent af vergri landsframleiðslu og gáfu þeir sér tíu ár til að ná því markmiði. Síðan þá hafa mörg af ríkjunum náð því markmiði. Pólverjar hafa til að mynda farið úr 1,88 prósentum árið 2014 í 4,12 prósent árið 2024. Eistar hafa farið úr 1,93 prósentum í 3,43 og Lettar úr 0,94 í 3,15. Finnar fóru úr 1,45 prósetnum í 2,41. Danir úr 1,15 prósentum í 2,41. Norðmenn úr 1,54 prósentum í 2,2 og Svíar úr 1,06 prósentum í 2,14. Króatar, Portúgal, Ítalía, Kanda, Belgía, Lúxemborg, Slóvenía og Spánn eru einu ríkin innan NATO sem hafa ekki farið yfir tvö prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Yfirlit má sjá hér á vef AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir þetta hefur hergagnaiðnaður Evrópu ekki tekið miklum breytingum. Fáar nýjar verksmiðjur hafa verið reistar og á það sama við nýjar framleiðslulínur. Jafnvel eftir innrásina 2022 hefur lítið breyst hjá hergagnaframleiðendum Evrópu, annað en að unnið hefur verið á fleiri vöktum en áður. Í stað þess að framleiðsla hafi aukist mikið, hafa mun fleiri samningar um framleiðslu hergagna eins og skotfæra fyrir stórskotalið og flugskeyti eingöngu leitt til lengri biðtíma eftir afhendingu hergagnanna. Þetta er að mestu rakið til þess að forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa ekki getað gengið að því föstu að um langvarandi breytingu sé að ræða og vegna skorts á opinberu fjármagni. Enginn vill reisa nýjar verksmiðjur fyrir framleiðslu sem ekki liggur fyrir að eftirspurn verði eftir áratug síðar eða jafnvel minna. Óhagkvæm framleiðsla Evrópa á þó vægast sagt mikið verk fyrir höndum og eru fyrir því margar ástæður sem farið verður betur yfir hér að neðan. Embættismenn innan veggja Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins telja að eftir að Rússar hætta stríði þeirra í Úkraínu, muni það taka ríkið frá þremur til sjö árum að byggja her sinn upp að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Þetta er knappur tími til að fara í umfangsmiklar endurbætur á hergagnaiðnaði, samhliða mikilli hernaðaruppbyggingu. Sjá einnig: Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Varnir Evrópu að mörgu leyti óhagkvæmar og er mikil þörf á umfangsmiklum endurbótum þegar kemur að skilvirkni og einföldun. Mun meiri samhæfingu þarf innan Evrópu, bæði varðandi hergagnaframleiðslu og varðandi það hvað er framleitt. Verskmiðjur í mismunandi ríkjum Evrópu eru til að mynda notaðar til að framleiða sömu hergögnin en misskilvirkt. Til dæmis, gætu verið samskonar verksmiðjur í Frakklandi og í Svíþjóð sem framleiða 155mm sprengikúlur fyrir stórskotalið. Áðurnefnd óhagkvæmni felst í því að verksmiðjan í Svíþjóð framleiðir fleiri skot fyrir minni pening en sú franska. Það gæti þó reynst ráðamönnum í Frakklandi erfitt og óvinsælt að loka eða breyta verksmiðjunni, til að auka skilvirkninina, vegna starfa sem breytast eða tapast. Óhagkvæmni sem þessa má finna víða innan hergagnaframleiðslu Evrópu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, er á fundinum í Brussel. Hún hefur talað fyrir mikilli aukningu í fjárútlátum til varnarmála.AP/Harry Nakos Of fjölbreytt hergögn Þá nota herir Evrópu fjölda mismunandi skriðdreka, skotvopna, stórskotaliðsvopna, flugvéla og svo mætti lengi telja. Þetta gerir bæði innviði, birgðakeðjur og viðhald mun flóknara en það þyrfti að vera. Hergagnaiðnaður Evrópu er að mörgu leyti upp á hergagnaiðnað Bandaríkjanna kominn. Það á sérstaklega við á sviði framleiðslu háþróaðra vopna eins og eldflauga, flugskeyta, flugvéla og annarskonar hergagna þar sem notast er við mikið af íhlutum frá Bandaríkjunum. Auk þessa tekur einnig tíma að koma upp aðfangakeðjum. Það er að segja að tryggja framboð stáls, sprengiefna og annarra aðfanga fyrir hergagnaframleiðslu. Sjá einnig: Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Til að fylla upp í skarðið þar til hergagnaiðnaður Evrópu kemst á skriðið, ef það gerist yfir höfuð, gætu ríki Evrópu þurft að leita annað en til Bandaríkjanna. Þar koma ríki eins og Suður-Kórea og Tyrkland til greina. Suðurkóreumenn framleiða til að mynda mikið af stórskotaliðsvopnum sem hafa notið vinsælda víða og hafa Pólverjar til að mynda keypt töluvert af slíkum vopnum þaðan. Ríki Evrópu gætu einnig þurft að draga úr væntingum varðandi hergögn, til að geta frameitt meira, í það minnsta í bili. Að sleppa því að fá sér Ferrari og sætta sig við VW Golf, ef svo má segja.
Evrópusambandið Hernaður Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6. mars 2025 12:04 Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 6. mars 2025 08:18 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4. mars 2025 14:32 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6. mars 2025 12:04
Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 6. mars 2025 08:18
Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17
Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4. mars 2025 14:32