Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar 9. mars 2025 20:32 Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Högni Elfar Gylfason Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun