Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 09:33 Elizabeth G. Oyer segist hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson sem hann missti eftir að hafa verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi. Degi síðar hafi hún misst vinnuna. DOJ/Getty Náðunarfulltrúi dómsmálaráðuneytisins var rekinn degi eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson, yfirlýsts stuðningsmanns Donalds Trump, en hann var sviptur því árið 2011 vegna heimilisofbeldisdóms. Ráðuneytið segir brottrekstur fulltrúans ekki tengjast Gibson. Náðunarfulltrúi (e. pardon attorney) er ópólitískt embætti sem fer með stjórn mála sem tengjast náðunum forsetans og hefur Elizabeth G. Oyer setið í embættinu frá því Joe Biden skipaði hana árið 2022. Oyer sagðist í samtali við New York Times hafa verið að vinna að því í síðustu viku að veita fólki aftur skotvopnaleyfi sem það hafði misst eftir að hafa verið sakfellt fyrir glæpi. Lögum samkvæmt mega dæmdir glæpamenn ekki kaupa eða eiga byssur en ráðuneytið hefur völd til þess að yfirstíga þá hindrun. Starfshópur á skrifstofu Oyer hafi upphaflega búið til lista með 95 einstaklingum sem áttu að fá skotvopnaleyfið sitt aftur. Þar hafi aðallega verið einstaklingar með áratugagamla dóma sem hafi óskað eftir því að fá leyfi sitt að nýju og voru taldir ólíklegir til að brjóta aftur af sér. Todd Blanche var verjandi Trump þegar hann var sakaður um að hafa falsað viðskiptaskjöl til að fela greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Blanche var skipaður aðstoðardómsmálaráðherra í síðustu viku.AP/Dave Sanders Sá listi var sendur á skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra, Todd Blanche, sem fækkaði nöfnunum úr 95 niður í níu. Oyer segist síðan hafa verið beðin um að gera minnisblað þar sem mælt væri með að þessir níu einstaklingar fengju vopnaleyfi að nýju. Hún hafi gert það fimmtudaginn 6. mars og skömmu síðar fengið aðra beiðni um að bæta einu nafni á listann, Mel Gibson. Persónulegt samband við Trump væri nægur grundvöllur Með beiðninni um viðbót Gibson segir Oyer að hafi fylgt bréf frá lögfræðingi leikarans sem hann hafði sent á tvo háttsetta embættismenn innan ráðuneytisins, James R. McHenry III og Emil Bove III, í janúar. Lögfræðingurinn talaði fyrir því í bréfinu að Gibson fengi aftur skotvopnaleyfið, hann hefði verið skipaður í Hollywood-sendinefnd af Trump og hefði gert fjölda stórra vinsælla mynda. Þann 16. janúar, fjórum dögum áður en Trump tók við forsetaembættinu, skipaði hann Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight sem „sérstaka sendiherra að hinum mikla en bágstadda stað, Hollywood í Kaliforníu.“ Stallone, Voight og Gibson voru allir skipaðir í sérstaka Hoolywood-nefnd Trump.Getty Oyer sagði það að gefa fólki byssur sem hefði gerst sekt um heimilisofbeldi ekki vera eitthvað sem hún gæti auðveldlega mælt með. Því gætu fylgdu raunverulegar afleiðingar þegar fólk með sögu af heimilisofbeldi hefði umráð yfir byssur. Hún hafi því lýst andstöðu sinni við að bæta nafni Gibson á listann. Fulltrúi af skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra hafi þá spurt hana hvort hún væri „sveigjanleg“. Þegar hún sagðist ekki vera það hafi fulltrúinn skipt um gír úr vinalegum í yfirlætislegan og loks yfirgangssaman. Hann hafi síðan útskýrt fyrir henni að Mel Gibson ætti persónulegt samband við Trump sem ætti að vera nægilegur grundvöllur fyrir því að hún mælti fyrir endurnýjun leyfisins og það væri best fyrir hana að gera það. Ákvörðunin hafi gert út um hana Oyer lýsir því hvernig hún hafi ekki getað sofið eftir samtalið meðvituð um að hún þyrfti annað hvort að gefa eftir og fara gegn eigin siðferði eða missa vinnuna. Á föstudeginum í síðustu viku, degi eftir ákvörðun hennar, var hún síðan rekin ásamt einum öðrum háttsettum embætti ráðuneytisins. The Times segir tvo nafnlausa heimildarmenn hafa staðfest frásögn Oyer af atburðunum. Kash Patel og Mel Gibson saman að horfa á UFC-bardaga. „Ég trúi þessu ekki en ég held í alvörunni að Mel Gibson muni verða mér til falls,“ segir Times að Oyer hafi sagt við kollega sinn. Hún telur að ráðuneytið muni á næstunni tilkynna hverjir fá endurnýjað skotvopnaleyfi en sú tilkynning hefur ekki enn borist. Á laugardaginn sást til Gibson á bardaga UFC í Las Vegas með Kash Patel, nýskipuðum forstjóra FBI. Dana White, forseti UFC, lýsti því yfir á viðburðinum að Patel væri „dauðans alvara“ um að fá starfsfólk UFC til að þjálfa starfsmenn Alríkislögreglunnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Náðunarfulltrúi (e. pardon attorney) er ópólitískt embætti sem fer með stjórn mála sem tengjast náðunum forsetans og hefur Elizabeth G. Oyer setið í embættinu frá því Joe Biden skipaði hana árið 2022. Oyer sagðist í samtali við New York Times hafa verið að vinna að því í síðustu viku að veita fólki aftur skotvopnaleyfi sem það hafði misst eftir að hafa verið sakfellt fyrir glæpi. Lögum samkvæmt mega dæmdir glæpamenn ekki kaupa eða eiga byssur en ráðuneytið hefur völd til þess að yfirstíga þá hindrun. Starfshópur á skrifstofu Oyer hafi upphaflega búið til lista með 95 einstaklingum sem áttu að fá skotvopnaleyfið sitt aftur. Þar hafi aðallega verið einstaklingar með áratugagamla dóma sem hafi óskað eftir því að fá leyfi sitt að nýju og voru taldir ólíklegir til að brjóta aftur af sér. Todd Blanche var verjandi Trump þegar hann var sakaður um að hafa falsað viðskiptaskjöl til að fela greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Blanche var skipaður aðstoðardómsmálaráðherra í síðustu viku.AP/Dave Sanders Sá listi var sendur á skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra, Todd Blanche, sem fækkaði nöfnunum úr 95 niður í níu. Oyer segist síðan hafa verið beðin um að gera minnisblað þar sem mælt væri með að þessir níu einstaklingar fengju vopnaleyfi að nýju. Hún hafi gert það fimmtudaginn 6. mars og skömmu síðar fengið aðra beiðni um að bæta einu nafni á listann, Mel Gibson. Persónulegt samband við Trump væri nægur grundvöllur Með beiðninni um viðbót Gibson segir Oyer að hafi fylgt bréf frá lögfræðingi leikarans sem hann hafði sent á tvo háttsetta embættismenn innan ráðuneytisins, James R. McHenry III og Emil Bove III, í janúar. Lögfræðingurinn talaði fyrir því í bréfinu að Gibson fengi aftur skotvopnaleyfið, hann hefði verið skipaður í Hollywood-sendinefnd af Trump og hefði gert fjölda stórra vinsælla mynda. Þann 16. janúar, fjórum dögum áður en Trump tók við forsetaembættinu, skipaði hann Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight sem „sérstaka sendiherra að hinum mikla en bágstadda stað, Hollywood í Kaliforníu.“ Stallone, Voight og Gibson voru allir skipaðir í sérstaka Hoolywood-nefnd Trump.Getty Oyer sagði það að gefa fólki byssur sem hefði gerst sekt um heimilisofbeldi ekki vera eitthvað sem hún gæti auðveldlega mælt með. Því gætu fylgdu raunverulegar afleiðingar þegar fólk með sögu af heimilisofbeldi hefði umráð yfir byssur. Hún hafi því lýst andstöðu sinni við að bæta nafni Gibson á listann. Fulltrúi af skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra hafi þá spurt hana hvort hún væri „sveigjanleg“. Þegar hún sagðist ekki vera það hafi fulltrúinn skipt um gír úr vinalegum í yfirlætislegan og loks yfirgangssaman. Hann hafi síðan útskýrt fyrir henni að Mel Gibson ætti persónulegt samband við Trump sem ætti að vera nægilegur grundvöllur fyrir því að hún mælti fyrir endurnýjun leyfisins og það væri best fyrir hana að gera það. Ákvörðunin hafi gert út um hana Oyer lýsir því hvernig hún hafi ekki getað sofið eftir samtalið meðvituð um að hún þyrfti annað hvort að gefa eftir og fara gegn eigin siðferði eða missa vinnuna. Á föstudeginum í síðustu viku, degi eftir ákvörðun hennar, var hún síðan rekin ásamt einum öðrum háttsettum embætti ráðuneytisins. The Times segir tvo nafnlausa heimildarmenn hafa staðfest frásögn Oyer af atburðunum. Kash Patel og Mel Gibson saman að horfa á UFC-bardaga. „Ég trúi þessu ekki en ég held í alvörunni að Mel Gibson muni verða mér til falls,“ segir Times að Oyer hafi sagt við kollega sinn. Hún telur að ráðuneytið muni á næstunni tilkynna hverjir fá endurnýjað skotvopnaleyfi en sú tilkynning hefur ekki enn borist. Á laugardaginn sást til Gibson á bardaga UFC í Las Vegas með Kash Patel, nýskipuðum forstjóra FBI. Dana White, forseti UFC, lýsti því yfir á viðburðinum að Patel væri „dauðans alvara“ um að fá starfsfólk UFC til að þjálfa starfsmenn Alríkislögreglunnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira