Innlent

Lög­regla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýð­veldisins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót.
Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót.

Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa enn í hyggju að ferðast út til Dóminíska lýðveldsisins í tengslum við hvarf Magnúsar Kristins Magnússonar, sem ekkert hefur spurst til eftir að hann flaug þangað frá Spáni í byrjun september árið 2023.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir hins vegar enn beðið eftir leyfi frá yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu. Unnið sé að málinu.

Til stóð að Magnús flygi heim til Íslands í gegnum Frankfurt þann 10. september 2023 en viku síðar hafði hann enn ekki skilað sér heim. 

Fjölskylda hans tilkynnti um hvarfið en systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að Magnús hefði rætt við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi áður en hann fór í flugið. Síðan hefði ekkert heyrst frá honum.

Síðar kom í ljós að Magnús virtist yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bifreið.

Óttast var að andleg veikindi sem Magnús glímdi við hefðu tekið sig upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×