Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2025 14:03 Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun