Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. mars 2025 22:14 Í fyrri forsetatíð Donalds Trump setti hann einnig ferðatakmarkanir. AP Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen.
Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira