„Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2025 13:36 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess. Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52