Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 14:34 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, vill að stjórnvöld taki upp þráðinn í olíuleit á Drekasvæðinu ef þeim er ekki alvara með orkuskiptum. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts. Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann. Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann.
Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira