Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 09:31 Leifur Andri Leifsson segir tímabært að fótboltinn víki fyrir öðru. Vísir/Sigurjón Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. „Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta
HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn