Fótbolti

Sonur Ronaldo spilaði fyrsta lands­leikinn fyrir Portúgal

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Cristiano Ronaldo yngri er frumburður föður síns, fimmtán ára gamall.
Cristiano Ronaldo yngri er frumburður föður síns, fimmtán ára gamall. marca

Cristiano Ronaldo Júnior klæddist treyju númer sjö og þreytti frumraun sína fyrir portúgalska undir fimmtán ára landsliðið þegar hann kom inn af varamannabekknum í 4-1 sigri gegn Japan.

Ronaldo Jr. byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og var settur á vinstri vænginn, sömu stöðu og faðir hans leysti lengst af á sínum ferli. Ronaldo Jr. kom inn á 64. mínútu og spilaði síðustu 26 mínútur leiksins, staðan hélst óbreytt frá því hann kom inn á og þar til lokaflautið gall, 4-1.

Cristianinho, eins og hann er kallaður af samlöndum sínum í Portúgal, á framundan tvo leiki til viðbótar með u15 landsliði Portúgals, gegn Grikklandi í dag og Englandi á föstudag. Leikirnir eru hluti af alþjóðlega Vlatko Markovic æfingamótinu.

Cristianinho, eða Ronaldo Jr., hefur fylgt föður sínum og æft með akademíum félagsliða hans. Hann er nú hjá Al Nassr en var áður hjá Manchester United og Juventus.

Móðir og amma knattspyrnumannanna sá barnabarnið spila sinn fyrsta landsleik. Ronaldo eldri hafði ekki tök á því að vera viðstaddur leikinn þar sem hann á sjálfur leik með Al Nassr í sádi-arabísku deildinni á föstudag, en sendi syni sínum kveðju á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×