„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2025 10:52 Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra. Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum. Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og ómaklegrar aðfarar RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Sjá meira
Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum.
Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og ómaklegrar aðfarar RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Sjá meira