Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 13:30 Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska landsliðinu þurfa að vinna Kósovó á sunnudaginn, eftir 2-1 tap í gær. KSÍ Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Sjá meira
Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Sjá meira