Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Hjörvar Ólafsson skrifar 22. mars 2025 17:28 Haukar eru komnir ansi langt í EHF-bikarnum. vísir/Hulda Margrét Haukar báru sigur úr býtum 30-27 þegar liðið fékk bosníska liðið Izvidac í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta á Ásvelli í dag. Heimamenn náðu strax frumkvæðinu í leiknum og leiddu með þremur til fjórum mörkum lungann úr leiknum. Gestirnir frá Bosníu voru hins vegar seigir og sáu til þess að Haukar náðu aldrei að slíta þá lengra frá sér. Staðan í hálfleik var 15-12 Haukum í vil og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum á liðunum. Haukar fara af leiðandi með fínt veganesti í seinni leikinn sem fram fer ytra eftir slétta viku. Birkir Snær skoraði fimm mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Ásgeir Örn: Hef fulla trú á við förum áfram „Ég er þokkalega sáttur með niðurstöðuna. Auðvitað vill maður alltaf meira og kannski er ég gráðugur að hafa viljað stærri sigur. Mér fannst móment til þess að auka muninn enn frekar þegar við náðum þessu upp í fjögurra marka forystu um miðjan seinni hálfleikinn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, að leik loknum. „Við erum að spila við fantagott lið sem spilar öðruvísi handbolta en við erum vanir hérna heima. Þetta eru mjög líkamlega sterkir leikmenn og við áttum í vandræðum með Cesko sem er hörkuskytta. Það er meira tempó í þessum leikjum og meiri líkamleg barátta og mér fannst við standa okkur vel að takast á við það,“ sagði Ásgeir Örn enn fremur. „Það var eitthvað í þeirra leik sem við vorum ekki búnir að sjá í leikgreiningunni okkar og nú förum við margs fróðari um þeirra lið í útileikinn. Vonandi náum við bara aftur upp jafn góðum leik og klárum þetta þar. Við getum gert ýmislegt betur en við gerðum í dag og þurfum að þora að keyra meira á hlutina og vera klókari sóknarlega þegar það á við,“ sagði þjálfarinn um leikinn. „Vissulega er alltaf erfiðara að ná í úrslit á útivelli en ég hef fulla trú á því að við náum upp sams kona spilamennsku þar eftir viku. Við erum allavega staðráðnir í að standa okkur vel í því ævintýri sem bíður okkur í Bosníu um næstu helgi. Þetta verður mjög skemmtilegt og okkur hlakkar til,“ sagði Ásgeir um framaldið. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur við spilamennskuna en hefði viljað stærri sigur. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Aron Rafn Eðvarðsson var augljóslega mikið í mun að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik og hann brýndi menn til dáða í varnarleiknum sem og að vera áræðnir, klókir og hugaðir í sóknarleiknum. Það var gaman að sjá ástríðuna í markverðinum öfluga. Stjörnur og skúrkar Téður Aron Rafn stóð sig vel á bakvið sterka vörn Haukaliðsins en hann varði 14 skot í leiknum þar af eitt vítakast. Skarphéðinn Ívar Einarsson og Birkir Snær Steinsson drógu vagninn í sóknarleik Hauka og Þráinn Orri Jónsson skilaði góðu dagsverki á báðum endum vallarins. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Kristof Altmar og Marton Horvath, dæmdu leikinn af stakri prýði og fá átta í einkunn fyrir sín störf í þágu handboltans. Stemming og umgjörð Það var fámennt en að sama skapi afar góðmennt á Ásvöllum á þessum leik. Þeir sem mættu létu vel í sér heyra og studdu Hauka vel og innilega. Það var vinaleg og skemmtileg steimming í húsinu. EHF-bikarinn Haukar
Haukar báru sigur úr býtum 30-27 þegar liðið fékk bosníska liðið Izvidac í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta á Ásvelli í dag. Heimamenn náðu strax frumkvæðinu í leiknum og leiddu með þremur til fjórum mörkum lungann úr leiknum. Gestirnir frá Bosníu voru hins vegar seigir og sáu til þess að Haukar náðu aldrei að slíta þá lengra frá sér. Staðan í hálfleik var 15-12 Haukum í vil og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum á liðunum. Haukar fara af leiðandi með fínt veganesti í seinni leikinn sem fram fer ytra eftir slétta viku. Birkir Snær skoraði fimm mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Ásgeir Örn: Hef fulla trú á við förum áfram „Ég er þokkalega sáttur með niðurstöðuna. Auðvitað vill maður alltaf meira og kannski er ég gráðugur að hafa viljað stærri sigur. Mér fannst móment til þess að auka muninn enn frekar þegar við náðum þessu upp í fjögurra marka forystu um miðjan seinni hálfleikinn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, að leik loknum. „Við erum að spila við fantagott lið sem spilar öðruvísi handbolta en við erum vanir hérna heima. Þetta eru mjög líkamlega sterkir leikmenn og við áttum í vandræðum með Cesko sem er hörkuskytta. Það er meira tempó í þessum leikjum og meiri líkamleg barátta og mér fannst við standa okkur vel að takast á við það,“ sagði Ásgeir Örn enn fremur. „Það var eitthvað í þeirra leik sem við vorum ekki búnir að sjá í leikgreiningunni okkar og nú förum við margs fróðari um þeirra lið í útileikinn. Vonandi náum við bara aftur upp jafn góðum leik og klárum þetta þar. Við getum gert ýmislegt betur en við gerðum í dag og þurfum að þora að keyra meira á hlutina og vera klókari sóknarlega þegar það á við,“ sagði þjálfarinn um leikinn. „Vissulega er alltaf erfiðara að ná í úrslit á útivelli en ég hef fulla trú á því að við náum upp sams kona spilamennsku þar eftir viku. Við erum allavega staðráðnir í að standa okkur vel í því ævintýri sem bíður okkur í Bosníu um næstu helgi. Þetta verður mjög skemmtilegt og okkur hlakkar til,“ sagði Ásgeir um framaldið. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur við spilamennskuna en hefði viljað stærri sigur. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Aron Rafn Eðvarðsson var augljóslega mikið í mun að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik og hann brýndi menn til dáða í varnarleiknum sem og að vera áræðnir, klókir og hugaðir í sóknarleiknum. Það var gaman að sjá ástríðuna í markverðinum öfluga. Stjörnur og skúrkar Téður Aron Rafn stóð sig vel á bakvið sterka vörn Haukaliðsins en hann varði 14 skot í leiknum þar af eitt vítakast. Skarphéðinn Ívar Einarsson og Birkir Snær Steinsson drógu vagninn í sóknarleik Hauka og Þráinn Orri Jónsson skilaði góðu dagsverki á báðum endum vallarins. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Kristof Altmar og Marton Horvath, dæmdu leikinn af stakri prýði og fá átta í einkunn fyrir sín störf í þágu handboltans. Stemming og umgjörð Það var fámennt en að sama skapi afar góðmennt á Ásvöllum á þessum leik. Þeir sem mættu létu vel í sér heyra og studdu Hauka vel og innilega. Það var vinaleg og skemmtileg steimming í húsinu.