Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 00:21 Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Vísir/Bjarni Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu. Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“ Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Erlent Fleiri fréttir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Sjá meira
Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“
Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Erlent Fleiri fréttir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Sjá meira