Fótbolti

Leiðin á HM hefst vel hjá Norð­mönnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Thelo Aasgard var með tvennu og fagnar hér með Erling Haaland sem skoraði einnig.
Thelo Aasgard var með tvennu og fagnar hér með Erling Haaland sem skoraði einnig. Vasile Mihai-Antonio - UEFA/UEFA via Getty Images

Noregur vann þægilegan 5-0 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026.

Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Thelo Aasgard var með tvennu og framherjarnir Erling Haaland og Alexander Sorloth skoruðu sitt hvort markið. Aron Dönnum skoraði svo fimmta markið um miðjan seinni hálfleik.

Leiðin á HM 2026

Norðmenn búa yfir stjörnu prýddu liði og eru að hefja vegferð að fyrsta stórmótinu í aldarfjórðung. Noregur hefur ekki komist inn á stórmót síðan EM 2000.

Stefnan er sett á HM í N-Ameríku 2026 en ásamt Moldavíu eru Eistland og Ísrael með Noregi í riðli. Tapliðið úr einvígi Ítalíu og Þýskalands verður svo fimmta lið riðilsins, staðan þar er 2-1 fyrir Þýskalandi en seinni leikurinn fer fram á Ítalíu á morgun.

Ísrael og Eistland mætast síðar í kvöld en líklega munu Norðmenn sitja áfram í toppsætinu enda sigur þeirra ógnarstór.

Aðrir leikir í undankeppni HM

Norður-Makedónía vann 3-0 gegn Liechtenstein fyrr í dag. Svartfjallaland vann síðan 3-1 gegn Gíbraltar síðdegis. Tógó og Marítanía gerðu 2-2 jafntefli fyrr í dag, í Afríkuhluta undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×