Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti og starfsmaður borgarinnar þar til margra ára ræðir stöðu hverfisins í ljósi frétta af ofbeldisverkum og ótta barna og foreldra sem þar búa.
Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ræða málefni barnamálaráðherra, afleiðingar þess á stjórnarsamstarfið, málsmeðferðina og fleiri atriði sem upp hafa komið.
Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, fer yfir stöðuna á friðarviðræðum í Úkraínu og ástandið á Gaza og þau átök einræðis og lýðræðis sem augljóslega eiga sér stað í heiminum í dag.
Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix ræðir ákv. Coda Terminal um að hætta við hið stóra niðurdælingarverkefni co2 í nágrenni Hafnarfjarðar en aðeins er rétt rúmur mánuður frá því verkefnið fékk fremur lofsamlega umsögn Skipulagsstofnunar.
Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum hér að neðan.