Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:01 Nýverið stóðu Samtök áhugafólks um spilafíkn ásamt hópi nemenda og kennara við Háskóla Íslands (HÍ) fyrir hádegisfundi í Þjóðminjasafninu þar sem til umræðu var spilakassarekstur Háskólans. Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskólans og hefur það hlutverk að halda utan um rekstur happdrættis, skafmiðasölu og spilakassa í þeim tilgangi að afla fjár til að fjármagna byggingar háskólans. Happdrætti eitt, spilakassar annað Það er mikilvægt að aðgreina happdrættismiða og spilakassa. Það er enginn að gagnrýna happdrættismiða HÍ en öðru máli gegnir um spilakassarekstur Háskólans. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni allt frá upphafi. Stjórnendur Háskólans grauta þessu tvennu iðulega saman og vaknar sú spurning hvort það sé gert af ásettu ráði til þess að afvegaleiða umræðuna. Þessar tvær fjármögnunarleiðir eiga lítið sameiginlegt hvað varðar hættuna á spilafíkn og skaðsemi. Þegar rætt er um fyrirbyggjandi eða takmarkandi aðgerðir, sér í lagi með innleiðingu spilakorta, dettur engum í hug að tala um þau þegar kemur að kaupum á happdrættismiðum. Enda fáir sem tapa aleigunni í miðakaupum. Vissulega geta einhverjir keypt fleiri miða en til stóð en sá vandi er ekki sambærilegur vanda þess fámenna hóps sem stendur að stærstum hluta undir spilakassarekstrinum. Allt afvegaleiðandi tal sem breiðir yfir raunverulegt eðli spilakassareksturs er eingöngu til þess fallið að tefja fyrir því að tekið verði með afgerandi hætti á þessum málum. Best að ganga hreint til verks Starfshópur á vegum HÍ vakti árið 2021 athygli á því að innleiðing spilakorta leiddi óhjákvæmilega til „tekjuhruns“. Það vita allir sem þekkja þennan rekstur að ef tekin verða upp spilakort má líklegt heita að úti sé um reksturinn. Ef spilakort verða tekin upp og hámark spilunar verður stillt við heilbrigð og eðlileg framlög gætum við verið að tala um 25.000 kr. hámark á mánuði. Miðað við þær tölur og þann fjölda sem stundar spilakassa Háskólans í dag þá er vafi á að þær tekjur sem kæmu inn af spilakössum myndu duga fyrir kostnaðinum á sjálfri innleiðingu spilakortanna. Því er það algjörlega hulið hvernig fræðimenn innan Háskólans, sem eiga að teljast sérfræðingar á sínu sviði, skuli í alvöru halda því fram að þetta sé raunhæfur kostur. Sá tími á að vera liðinn. Þar að auki er enginn eftirspurn eftir spilakössum í samfélaginu, þvert á móti. Hví verja sérfræðingar HÍ fjárhagshagsmuni, en ekki fórnarlömb? Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er fjárhættuspilafyrirtæki. Eitthvað hefur þó staðið í vegi fyrir því að Háskólinn geri grein fyrir þeim hagsmunum sínum og skrái þá og auglýsi skilmerkilega. Þurfa starfsmenn og þeir sem sinna rannsóknarvinnu fyrir hönd eða í umboði HÍ ekki að gera grein fyrir einmitt þeim hagsmunum þegar rannsóknir þeirra eru kynntar og eins þegar HÍ fær erlenda sérfræðinga til að halda erindi eða leggja skólanum lið? Ég myndi ætla að HÍ beri skylda til að upplýsa fólk sem kemur hingað á vegum skólans til að halda erindi eða taka þátt í rannsóknum með starfsfólki skólans um þennan rekstur sinn. Að hann ljóstraði upp um það hvernig hann aflar tekna til að fjármagna byggingar sínar, greini frá því hverjir eru ábyrgir fyrir fjármögnun þeirra. Þau sem koma til rannsóknarsamvinnu við Háskóla Íslands hljóta að eiga rétt á því að vera upplýst um þessa tekjuöflun háskólans. Heather Wardle, prófessor við Glasgow-háskóla, sem var aðalfyrirlesarinn á fyrrnefndum fræðslufundi Samtaka áhugafólks um spilafíkn, upplýsti til að mynda í upphafi máls síns að hvorki hún né sú stofnun sem hún ynni fyrir hefði nokkur tengsl við fjárhættuspilarekstur. Að hennar mati hafa slík tengsl spillandi áhrif á hverskyns starfsemi, hvort sem er í íþróttum eða fjölmiðlum, og eru síst til þess fallinn að auka tiltrú rannsóknar- og menntastofnunar sem vill láta taka sig alvarlega. Ólíkt Glasgow-háskóla neitar Háskóli Íslands að tala um sína hagsmuni. Um spilakassarekstur hans eiga erlendir gestir og samstarfsaðilar ekkert að fá að vita. Háskóli Íslands umsvifamestur í fjárhættuspilum Í framhaldi er eðlilegt að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að samstarfsháskólar Háskóla Íslands fái að vita að hann er umsvifamestur á spilakassamarkaði á Íslandi, trónir þar á toppnum? Er ekki kominn tími á að allir fyrirlesarar sem koma hingað til lands á vegum skólans fái vitneskju um að stjórnendur og rektor skólans hafi komið opinberlega fram og viðhaft hræðsluáróður um tekjur sem renna til erlendra veðmálafyrirtækja í þeim eina tilgangi að fá breytingu á lögum svo háskólinn sjálfur geti opnað fjárhættuspil á netinu? Að prófessor við lagadeild háskólans hafi haldið því fram að annars renni þetta fjármagn til „skítugu barnanna í Evrópusambandinu“? Menn segi til sín Sem áður segir byrjaði prófessorinn frá Glasgow erindi sitt á umræddum hádegisfundi á því að segja að siðferðis vegna þæði hún ekki fjármuni sem fengnir væru með fjárhættuspilarekstri. Hefði ekki verið heiðarlegast að það starfsfólk Háskóla Íslands sem tjáði sig á fundinum hefði kynnt sig með nafni og tekið fram að það starfaði hjá Háskóla sem fjármagnaði sig með spilakössum og svo borið upp erindi sitt? Þarf starfsfólk og fræðasamfélagið á vegum Háskóla ekki að taka það fram að framlag þeirra sé kostað af spilakassafyrirtæki? Svona eins og áhrifavaldar sem eru með kostaðar umfjallanir? Það er ennþá mikilvægar að kostanir séu tilgreindar hjá Háskóla Íslands en áhrifavöldum. Hvað segir Neytendastofa? Vísindasiðanefnd? #kostaðafspilakössum? Höfundur er spilafíklaráðgjafi hjá Spilavandi.is og sálfræðinemi við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fíkn Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið stóðu Samtök áhugafólks um spilafíkn ásamt hópi nemenda og kennara við Háskóla Íslands (HÍ) fyrir hádegisfundi í Þjóðminjasafninu þar sem til umræðu var spilakassarekstur Háskólans. Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskólans og hefur það hlutverk að halda utan um rekstur happdrættis, skafmiðasölu og spilakassa í þeim tilgangi að afla fjár til að fjármagna byggingar háskólans. Happdrætti eitt, spilakassar annað Það er mikilvægt að aðgreina happdrættismiða og spilakassa. Það er enginn að gagnrýna happdrættismiða HÍ en öðru máli gegnir um spilakassarekstur Háskólans. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni allt frá upphafi. Stjórnendur Háskólans grauta þessu tvennu iðulega saman og vaknar sú spurning hvort það sé gert af ásettu ráði til þess að afvegaleiða umræðuna. Þessar tvær fjármögnunarleiðir eiga lítið sameiginlegt hvað varðar hættuna á spilafíkn og skaðsemi. Þegar rætt er um fyrirbyggjandi eða takmarkandi aðgerðir, sér í lagi með innleiðingu spilakorta, dettur engum í hug að tala um þau þegar kemur að kaupum á happdrættismiðum. Enda fáir sem tapa aleigunni í miðakaupum. Vissulega geta einhverjir keypt fleiri miða en til stóð en sá vandi er ekki sambærilegur vanda þess fámenna hóps sem stendur að stærstum hluta undir spilakassarekstrinum. Allt afvegaleiðandi tal sem breiðir yfir raunverulegt eðli spilakassareksturs er eingöngu til þess fallið að tefja fyrir því að tekið verði með afgerandi hætti á þessum málum. Best að ganga hreint til verks Starfshópur á vegum HÍ vakti árið 2021 athygli á því að innleiðing spilakorta leiddi óhjákvæmilega til „tekjuhruns“. Það vita allir sem þekkja þennan rekstur að ef tekin verða upp spilakort má líklegt heita að úti sé um reksturinn. Ef spilakort verða tekin upp og hámark spilunar verður stillt við heilbrigð og eðlileg framlög gætum við verið að tala um 25.000 kr. hámark á mánuði. Miðað við þær tölur og þann fjölda sem stundar spilakassa Háskólans í dag þá er vafi á að þær tekjur sem kæmu inn af spilakössum myndu duga fyrir kostnaðinum á sjálfri innleiðingu spilakortanna. Því er það algjörlega hulið hvernig fræðimenn innan Háskólans, sem eiga að teljast sérfræðingar á sínu sviði, skuli í alvöru halda því fram að þetta sé raunhæfur kostur. Sá tími á að vera liðinn. Þar að auki er enginn eftirspurn eftir spilakössum í samfélaginu, þvert á móti. Hví verja sérfræðingar HÍ fjárhagshagsmuni, en ekki fórnarlömb? Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er fjárhættuspilafyrirtæki. Eitthvað hefur þó staðið í vegi fyrir því að Háskólinn geri grein fyrir þeim hagsmunum sínum og skrái þá og auglýsi skilmerkilega. Þurfa starfsmenn og þeir sem sinna rannsóknarvinnu fyrir hönd eða í umboði HÍ ekki að gera grein fyrir einmitt þeim hagsmunum þegar rannsóknir þeirra eru kynntar og eins þegar HÍ fær erlenda sérfræðinga til að halda erindi eða leggja skólanum lið? Ég myndi ætla að HÍ beri skylda til að upplýsa fólk sem kemur hingað á vegum skólans til að halda erindi eða taka þátt í rannsóknum með starfsfólki skólans um þennan rekstur sinn. Að hann ljóstraði upp um það hvernig hann aflar tekna til að fjármagna byggingar sínar, greini frá því hverjir eru ábyrgir fyrir fjármögnun þeirra. Þau sem koma til rannsóknarsamvinnu við Háskóla Íslands hljóta að eiga rétt á því að vera upplýst um þessa tekjuöflun háskólans. Heather Wardle, prófessor við Glasgow-háskóla, sem var aðalfyrirlesarinn á fyrrnefndum fræðslufundi Samtaka áhugafólks um spilafíkn, upplýsti til að mynda í upphafi máls síns að hvorki hún né sú stofnun sem hún ynni fyrir hefði nokkur tengsl við fjárhættuspilarekstur. Að hennar mati hafa slík tengsl spillandi áhrif á hverskyns starfsemi, hvort sem er í íþróttum eða fjölmiðlum, og eru síst til þess fallinn að auka tiltrú rannsóknar- og menntastofnunar sem vill láta taka sig alvarlega. Ólíkt Glasgow-háskóla neitar Háskóli Íslands að tala um sína hagsmuni. Um spilakassarekstur hans eiga erlendir gestir og samstarfsaðilar ekkert að fá að vita. Háskóli Íslands umsvifamestur í fjárhættuspilum Í framhaldi er eðlilegt að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að samstarfsháskólar Háskóla Íslands fái að vita að hann er umsvifamestur á spilakassamarkaði á Íslandi, trónir þar á toppnum? Er ekki kominn tími á að allir fyrirlesarar sem koma hingað til lands á vegum skólans fái vitneskju um að stjórnendur og rektor skólans hafi komið opinberlega fram og viðhaft hræðsluáróður um tekjur sem renna til erlendra veðmálafyrirtækja í þeim eina tilgangi að fá breytingu á lögum svo háskólinn sjálfur geti opnað fjárhættuspil á netinu? Að prófessor við lagadeild háskólans hafi haldið því fram að annars renni þetta fjármagn til „skítugu barnanna í Evrópusambandinu“? Menn segi til sín Sem áður segir byrjaði prófessorinn frá Glasgow erindi sitt á umræddum hádegisfundi á því að segja að siðferðis vegna þæði hún ekki fjármuni sem fengnir væru með fjárhættuspilarekstri. Hefði ekki verið heiðarlegast að það starfsfólk Háskóla Íslands sem tjáði sig á fundinum hefði kynnt sig með nafni og tekið fram að það starfaði hjá Háskóla sem fjármagnaði sig með spilakössum og svo borið upp erindi sitt? Þarf starfsfólk og fræðasamfélagið á vegum Háskóla ekki að taka það fram að framlag þeirra sé kostað af spilakassafyrirtæki? Svona eins og áhrifavaldar sem eru með kostaðar umfjallanir? Það er ennþá mikilvægar að kostanir séu tilgreindar hjá Háskóla Íslands en áhrifavöldum. Hvað segir Neytendastofa? Vísindasiðanefnd? #kostaðafspilakössum? Höfundur er spilafíklaráðgjafi hjá Spilavandi.is og sálfræðinemi við Háskólann á Akureyri.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun