Í auglýsingunni eru bræðurnir Axel og Jökull, synir Andrésar, að taka á því í ræktinni ásamt Andrési og Hjalta. Þeir tveir síðarnefndu hafa eytt ansi mörgum klukkutímum þar í gegnum tíðina.
Andrés veltir því fyrir sér hvað hafi klikkað í uppeldinu fyrst guttarnir séu alltaf í fótbolta.
Afturelding verður í Bestu deildinni í fyrsta skipti í sumar og ef eitthvað er að marka þessa stiklu þá mæta Mosfellingar í fantaformi.