Handbolti

Portúgölsku Ís­lendingaliðin með mikil­væga sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stiven Tobar Valencia var öflugur í vinstra horni Benfica.
Stiven Tobar Valencia var öflugur í vinstra horni Benfica. Benfica

Porto og Benfica hefja útsláttarkeppni Evrópudeildar karla á sigrum. Tveir íslenskir landsliðsmenn komu við sögu í leikjunum tveimur.

Porto vann sannfærandi sjö marka sigur á Toulouse og er í virkilega góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna, lokatölur 35-28. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í liði Porto og gaf eina stoðsendingu.

Benfica vann öllu naumari sigur á danska liðinu GOG, lokatölur 33-31 í Lissabon. Stiven Tobar Valencia fór mikinn og skoraði fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Síðari leikirnir fara fram 1. apríl næstkomandi. Þá ræðst hvaða lið komast í undanúrslit.


Tengdar fréttir

Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach gerðu sér lítið fyrir og lögðu Melsungen með þremur mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×