Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 26. mars 2025 08:32 Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun