24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 11:40 Gounsa-hofið, einnig kallað Unramsa, brann til kaldra kola í eldunum. AP/Yonhap/Baek Seung-reol/Kim Do-hoon Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra.
Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira