Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:48 Fyrstu sakborningar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald miðvikudaginn 12. mars. Vísir/Anton Brink Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49
Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14